María Maack
María Bóthildur Jakobína Maack hjúkrunarfræðingur, yfirhjúkrunarfræðingur fæddist 21. október 1889 að Stað í Grunnavík, N.-Ís. og lést 9. mars 1975.
Foreldrar hennar voru Pétur Andrés Maack Þorsteinsson prestur þar, f. 29. mars 1859, d. 8. september 1892, og kona hans Vigdís Einarsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1890, d. 17. október 1943.
María var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á þriðja ári sínu.
Hún nam á Laugarnesspítala október 1909 til október 1910, lauk prófi hjá Sæmundi Bjarnhéðinssyni yfirlækni.
María var hjúkrunarfræðingur á Laugarnesspítala 1911-1916, í Eyjum 1916-1917, hjá Reykjavíkurborg frá 8. janúar 1918, lengst í Farsóttarhúsi Rvk, 25 ár, til október 1964, var í framfærslunefnd í Rvk í mörg ár. Hún var einn af stofnendum Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar, 15 febrúar 1937, var gjaldkeri í 18 ár og formaður Vestfirðingafélagsins frá stofnun 1940 til 1953, í Sálarrannsóknafélagi Íslands frá stofnun og Slysavarnafélagi Íslands. Hún var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.