Jón Jóelsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. ágúst 2023 kl. 16:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. ágúst 2023 kl. 16:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Jóelsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Jóelsson.

Jón Jóelsson kennari, húsasmíðameistari fæddist 3. mars 1942 og lést 16. júlí 2008.
Foreldrar hans voru Jóel Jónsson frá Efri-Brekku í Reykjavík, húsasmíðameistari, f. 10. september 1922, d. 7. september 2011, kona hans og Kristín Bóel Nóadóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1923, d. 21. september 1989.

Jón lauk námi í húsasmíði í Iðnskólanum í Rvk 1960, varð húsasmíðameistari 1968.
Hann vann hjá Áhaldahúsi Reykjavíkurborgar, var kennari í Alþýðuskólanum á Eiðum 1968-1970, Barnaskólanum í Njarðvík og Sandgerði 1970-1971, stundakennari í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum á Akranesi 1972-1974, kennari í Barnaskólanum þar 1974-1976, Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1976-1977, í Hamarsskólanum í Eyjum 1979 og víðar.
Þau Elísabet giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Jón lést 2008.

I. Kona Jóns er Elísabet Guðnadóttir, f. 18. ágúst 1946. Foreldrar hennar Guðni Ásgrímsson bifreiðastjóri, f. 25. febrúar 1918, d. 17. október 1999, og kona hans Hulda Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1946.
Börn þeirra:
1. Guðni Jónsson, f. 15. júlí 1965. Kona hans Hafdís Elín Helgadóttir.
2. Jóel Jónsson, f. 27. febrúar 1968.
3. Guðmundur Hjalti Jónsson, f. 12. desember 1970. Sambúðarkona hans Ragna Berglind Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 27. október 1999. Minning Guðna Ásgrímssonar.
  • Morgunblaðið 10. ágúst 2008. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.