Guðmunda Steingrímsdóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júlí 2023 kl. 13:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júlí 2023 kl. 13:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Guðmunda Steingrímsdóttir á Guðmunda Steingrímsdóttir (sjúkraliði))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmunda Steingrímsdóttir.

Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði fæddist 27. apríl 1958.
Foreldrar hennar voru Steingrímur Þórðarson frá Eyrarbakka, trésmíðameistari, f. 10. maí 1912, d. 24. júlí 1984, og kona hans Arnheiður Inga Elíasdóttir frá Oddhól á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 28. júní 1924, d. 5. nóvember 1999.

Guðmunda var í fornámi sjúkraliða í Miðbæjarskólanum, útskrifaðist í Sjúkraliðaskóla Íslands 1980. Hún varð nuddari í Nuddskólanum í Herlev í Khöfn 1993, sótti námskeið í kennslu ungbarnanudds 1993 í Khöfn og sótt ýmis námskeið um öldrunar- uppeldis og félagsmál.
Guðmunda var sjúkraliði á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1981-1990, hafði sumarstarf á hjúkrunarheimili í Khöfn 1993. Hún var forstöðumaður þjónustuíbúða aldraðra í Eyjum 1990-1995 og var forstöðumaður fjölskyldusambýlis unglinga í Rvk.
Hún vann við Leikskólann Kirkjugerði í Eyjum 1985-1986, kenndi ungbarnanudd og hefur auk þess starfað að nuddi.
Guðmunda vann trúnaðarstörf fyrir Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja, var í samninganefnd Starfsmannafélags Vestmannaeyja 1984, var fulltrúi í þjónustuhópi aldraðra í Eyjum 1986-1990, í félagsmálaráði 1986-1994, í stjórn Sjúkrahússins í Eyjum 1994-1995.
Hún eignaðist barn með Sæmundi 1975.
Þau Guðmundur giftu sig 1982, eignuðust ekki barn saman, en Guðmundur fóstraði barn hennar. Þau bjuggu við Hólagötu 32.

I. Barnsfaðir Guðmundu er Sæmundur Guðmundsson, f. 21. desember 1952.
Barn þeirra:
1. Ingunn Ragna Sæmundsdóttir, f. 11. september 1975. Maður hennar Heiðar Kristinsson

I. Maður Guðmundu, (5. júní 1982), var Guðmundur Kristján Jensson kennari, forstöðumaður fjölskyldusambýlis unglinga, f. 8. febrúar 1950, d. 26. janúar 2023.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.