Guðrún Árný Arnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júlí 2023 kl. 13:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júlí 2023 kl. 13:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Árný Arnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Árný Arnarsdóttir.

Guðrún Árný Arnarsdóttir kennari fæddist 8. júlí 1955 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Arnar Ágústsson frá Varmahlíð við Vesturveg 18, síðar Miðstræti 21, sjómaður, trésmiður, f. 13. september 1936, d. 12. janúar 1997, og kona hans Elín Sigríður Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1936 í Reykjavík.

Börn Sigríðar og Arnars:
1. Guðrún Árný Arnarsdóttir kennari, f. 8. júlí 1955. Maður hennar Magnús Ólafur Helgi Axelsson.
2. Pálína Arndís Arnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 10. apríl 1958. Maður hennar Kristján Friðrik Nielsen.
3. Ester Arnarsdóttir hárskeri, lyfjatæknir, f. 27. ágúst 1960. Maður hennar Sigurður Halldórsson.

Guðrún Árný varð stúdent í M.R. (fornmáladeild) 1975, lauk kennaraprófi 1980.
Hún var stundakennari í Fellaskóla í Rvk 1980-1981, kennari í Árbæjarskóla þar frá 1981 (stundakennari 1981-1982)-1989, í Ártúnsskóla 1989-1992 og Árbæjarskóla 1992-2002.
Þau Magnús giftu sig 1974, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Guðrúnar Árnýjar, (26. október 1974), er Magnús Ólafur Helgi Axelsson kennari, f. 8. júní 1948.
Börn þeirra:
1. Elín Björk Magnúsdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimili, f. 20. júní 1975. Sambúðarmaður hennar Ólafur Ingi Skúlason.
2. Sigurbjörg Magnúsdóttir lífeindafræðingur á Landspítalanum, f. 5. mars 1983. Maður hennar Stefán Orri Stefánsson.
3. Unnur Magnúsdóttir lífefnafræðingur, vinnur að doktorsritgerð, f. 21. maí 1985. Sambúðarmaður hennar Gísli Páll Ingimundarson.
4. Einar Ágúst Magnússon trésmiður á Dalvík, f. 21. júní 1987. Barnsmóðir hans Selma Jónsdóttir. Fyrrum kona hans Katrín Guðjónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðrún Árný og Magnús.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.