Gígja Hermannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2023 kl. 16:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2023 kl. 16:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gígja Hermannsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gígja Hermannsdóttir.

Gígja Hermannsdóttir íþróttakennari fæddist 9. febrúar 1940 á Seyðisfirði og lést 10. desember 2000.
Foreldrar hennar voru Hermann Hermannsson bryti, síðar á Hvolsvelli, f. 3. febrúar 1907, d. 21. júlí 1975, og kona hans Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 28. mars 1916, d. 17. nóvember 2009.

Gígja lauk íþróttakennaraprófi 1959, sótti náamskeið innanlands og utan.
Hún var stundakennari í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu og Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar 1959-1962, var við sundkennslu á Núpi í Dýrafirði og á Suðureyri í Súgandafirði á vorin frá 1960-1962, var kennari í barnaskólanum og gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1962-1963, stundakennari í Austurbæjarskóla í Rvk 1964-1965, var kennari í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1965-1966, stundakennari í Landakotsskóla í Rvk 1968-1972, í Vesturbæjarskóla í Rvk 1968-1972, kennari í Lindargötuskóla 1972-1977, Ármúlaskóla frá 1977, stundakennari í V.Í. frá 1977. Hún vann einnig við þjálfun á Skálatúni í Mos. ellefu sumur.
Hún eignaðist barn með Guðmundi 1967.
Þau Önundur Sigurjón giftu sig 1980, eignuðust ekki börn saman.

I. Barnsfaðir Gígju var Guðmundur Jónasson, f. 17. janúar 1935, d. 28. desember 2007.
Barn þeirra:
1. Sigríður Halla Guðmundsdóttir, f. 8. janúar 1967.

II. Maður Gígju, (22. júlí 1980, skildu), er Önundur Sigurjón Björnsson guðfræðingur, prestur, f. 15. júlí 1950. Foreldrar hans voru Björn Önundarson læknir, f. 6. apríl 1927, d. 10. janúar 2010, og kona hans Sigríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. október 1929, d. 11. febrúar 2019.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.