Guðjón Jónsson (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2006 kl. 14:30 eftir Helgi161 (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2006 kl. 14:30 eftir Helgi161 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðjón Jónsson


Guðjón.

Guðjón Jónsson fæddist 13. desember 1913 á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði og lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. mars 2001. Foreldrar hans voru Jón Þórólfur Jónsson, bóndi á Gunnlaugsstöðum, og Jófríður Ásmundsdóttir. Systkini Guðjóns voru: Friðjón, Ásbjörg Guðný, Oddur Halldór, Guðmundur, Kristinn, Lára, Leifur, Sigrún, Fanney, Guðmundur Óskar, Magnús, Svava, Ágústa, Gunnlaugur og Svanlaug.

Guðjón kvæntist 10. desember 1938 eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Þ. Árnadóttur, f. 15.5. 1918. Foreldrar hennar voru Árni Oddsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Burstafelli í Vestmannaeyjum. Börn Guðjóns og Helgu eru Árnný Sigurbjörg, Oddfríður Jóna, Emil Þór málarameistari, Guðmundur Helgi bifvélavirkjameistari, Ásbjörn bifvélavirkjameistari, Elín Ebba og Lárus Jóhann málarameistari. Afkomendur Guðjóns og Helgu eru 58.

Guðjón við heyskap
Guðjón við bústörf


Guðjón gekk í barnaskóla árin 1923-26 en þá var kennt tvo til þrjá mánuði yfir vetrartímann. Auk þess stundaði hann nám við Héraðsskólann í Reykholti 1934-35. Hann stundaði landbúnaðarstörf til 1939, hélt sjálfur búskap á Högnastöðum í Þverárhlíð 1939-41, var bústjóri í Innstavogi við Akranes 1941-46 en flutti þá til Vestmannaeyja og var þar bústjóri í Dölum fyrir Vestmannaeyjabæ. Árið 1962 hóf hann verkamannastörf á vegum Vestmannaeyjakaupstaðar og starfaði jafnframt við Fiskimjölsverksmiðjuna.

Guðjón og Jón Magnússon í Gerði.

Er gosið hófst í Heimaey 1973 flutti Guðjón að Esjuvöllum 5 á Akranesi og starfaði hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness til 1989.