Erlingur Brynjólfsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2023 kl. 10:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2023 kl. 10:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Erlingur Brynjólfsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Erlingur Brynjólfsson.

Erlingur Brynjólfsson sagnfræðingur, kennari fæddist 17. desember 1952 á Selfossi og lést 5. febrúar 2017.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Guðmundsson bóndi á Galtastöðum í Flóa, f. 7. júlí 1926, d. 15. maí 2015, og kona hans Arndís Erlingsdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1932, d. 28. janúar 2023.

Erlingur lauk landsprófi í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1969, varð stúdent í M.R. 1974, varð cand. mag. í sagnfræði í H.Í. 1983, lauk prófum í uppeldis- og kennslufræði í H.Í. 1983.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1974-1975 og stundakennari í Iðnskólanum þar 1974-1975, kennari í barna – og unglingaskólanum á Hólmavík 1975-1976, Fjölbrautaskóla Sauðárkróks 1983, kennari í sögu í Framhaldsskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hann flutti til Selfoss 1985 og kenndi sögu í Fjölbrautarskóla Suðurlands uns hann lét af störfum vegna veikinda 2014.
Hann vann einnig ráðgjafastörf við skólaþróun framhaldsskóla í Andorra á árunum 1993-1995, og við landbúnað og sjómennsku og vann um skeið í Landsbanka Íslands á sumrin.
Rit:
Sunnlenskar byggðir II, Flóinn, Villingaholtshreppur (ásamt Sigurði Guðmundssyni), 1981.
Tengsl herstöðvamáls og landhelgismáls.
Sex ritgerðir um herstöðvamálið, 1980.

Þau Sigurey voru í sambúð, eignuðust tvö börn, en slitu sambúð.
Þau Kristín Rannveig giftu sig 2004, eignuðust þrjú börn.
Erlingur lést 2017.

I. Sambúðarkona Erlings, (slitu), er Sigurey Finnbogadóttir leirkerasmiður, f. 3. nóvember 1955. Foreldrar hennar Finnbogi Helgi Magnússon skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. maí 1931, d. 2. maí 1984, og kona hans Dómhildur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1934, d. 29. ágúst 2021.
Börn þeirra:
1. Brynjólfur Erlingsson tölvufræðingur, f. 17. nóvember 1977.
2. Andri Erlingsson, f. 1984.

II. Kona Erlings, (2004), er Kristín Rannveig Snorradóttir, f. 18. september 1977. Foreldrar hennar Snorri Björn Sigurðsson, f. 23. júlí 1950, og Ágústa Eiríksdóttir, f. 18. júní 1948.
Börn þeirra:
3. Hilmir Snorri Brynjólfsson Erlingsson, f. 6. febrúar 2003.
4. Egill Kári Kristínarson, f. 6. maí 2005.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 16. febrúar 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.