Gunnar Axelsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2023 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2023 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gunnar Axelsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Axelsson.

Gunnar Axelsson verslunarmaður, tónmenntakennari fæddist 8. mars 1930 í Reykjavík og lést 7. október 1984.
Foreldrar hans voru Valdimar Axel Gunnarsson verkamaður, trésmiður, f. 26. nóvember 1899, d. 1. ágúst 1975, og kona hans Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1903, d. 1. júní 1970.

Gunnar varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1948, lauk prófi í Tónlistarskóla Reykjavíkur (píanóleik) 1950, lauk tónmenntakennaraprófi þar 1965.
Hann var skólastjóri í Tónlistarskólanum í Eyjum 1951-1953, verslunarmaður í Rvk, var kennari í Kársnesskóla í Kóp. 1966-1978, í Tónlistarskóla Kóp. 1966-1984.
Þau Hjördís giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Gunnars, (23. október 1954), er Hjördís Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1931. Foreldrar hennar voru Þorgeir Sigurðsson byggingameistari, f. 18. apríl 1897, d. 29. febrúar 1964, og kona hans Hólmfríður Ólöf Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1904, d. 2. febrúar 1985.
Börn þeirra:
1. Aðpalbjörg Gunnarsdóttir lífeindafræðingur, f. 21. apríl 1955.
2. Stefanía Gunnarsdóttir snyrtifræðingur, f. 30. júlí 1956.
3. Sigrún Gunnarsdóttir, f. 12. janúar 1966.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.