Jóhannes Ragnarsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júní 2023 kl. 13:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júní 2023 kl. 13:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhannes Ragnarsson (vélstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhannes Hafsteinn Ragnarsson vélstjóri, innflytjandi, kafari fæddist 28. maí 1963 í Eyjum.
Foreldrar hans Ragnar Jóhann Jóhannesson sjómaður frá Hafnarfirði, f. 10. október 1930, og Guðfinna Kristín (Kiddý) Ólafsdóttir á Kirkjuhól, síðar húsfreyja í Svíþjóð, f. 25. júlí 1930.
Fósturfaðir hans, maður Kristínar Ólafsdóttur, er Helgi Þórarinsson , f. 26. júlí 1932 í Þykkvabæ í Landbroti.

Jóhannes tók vélstjórapróf í Reykjavík 1975 og lauk 4. stigi. Hann var vélstjóri á Selfossi, síðar yfirvélstjóri og kafari í Svíþjóð. Hann rekur innflutningsfyrirtækið Tól og tæki í Hveragerði, sem flytur inn smíðastál frá Kína.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Höfðabrekku við Faxastíg 15 við Gos 1973, í Reykjavík, á Þórshöfn, í Svíþjóð í 3 ár, á Selfossi, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og búa nú í Hveragerði.

I. Kona Jóhannesar, (14. október 1972), er Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Eystri-Vesturhúsum, húsfreyja, f. 6. febrúar 1953 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Jóhannesson pípulagningamaður, f. 11. október 1978 í Svíþjóð, býr á Selfossi. Kona hans Ágústa Björk Haarde.
2. Erna Jóhannesdóttir kennari, vinnur við upplýsingagjöf á Selfossi og er nemi á Bifröst, f. 8. desember 1983 á Selfossi. Maður hennar Elías Þráinsson.
3. Ragnar Jóhannesson verkamaður í Álverinu á Reyðarfirði, f. 10. mars 1988 á Selfossi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Jóhannes.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.