Guðríður Einarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júní 2023 kl. 10:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júní 2023 kl. 10:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðríður Einarsdóttir.

Guðríður Einarsdóttir frá Litlu-Heiði, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 23. júní 1948 og lést 19. apríl 2001.
Foreldrar hennar voru Einar Sigurðsson útgerðarmaður, frystihússrekandi, f. 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977, og síðari kona hans Sólborg Svava Ágústsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1921 að Saurbæ á Kjalarnesi, d. 30. nóvember 1978.

Börn Svövu og Einars:
1. Guðríður Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 23. júní 1948 í Eyjum, d. 19. apríl 2001.
2. Elísabet Una Einarsdóttir lífeindafræðingur, f. 25. ágúst 1949 í Eyjum.
3. Sigurður Einarsson lögfræðingur, forstjóri, f. 1. nóvember 1950, d. 4. október 2000.
4. Dr. Ágúst Einarsson prófessor, fyrrv. alþingismaður, f. 11. janúar 1952.
5. Svava Einarsdóttir kennari, f. 30. október 1953.
6. Einar Björn Einarsson, f. 5. mars 1955, d. 7. maí 1955.
7. Dr. Ólöf Einarsdóttir lífefnafræðingur, prófessor, f. 28. ágúst 1956.
8. Helga Einarsdóttir lífeindafræðingur, með masterspróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu, f. 14. maí 1958.
9. Sólveig Einarsdóttir, með BA-próf í íslensku og grísku, kennari, f. 9. ágúst 1959.
10. Auður Einarsdóttir viðskiptafræðingur, með BA-próf í íslensku, kennari, f. 12. desember 1962.
11. Elín Einarsdóttir kennari, f. 31. maí 1964.
Barn Einars (kjörbarn) og fyrri konu hans Þóru Eyjólfsdóttur:
12. Einar Þór Einarsson verslunarmaður, starfsmaður Mosfellsbæjar, frístundabóndi, f. 21. ágúst 1940.

Guðríður var með foreldrum sínum á Litlu-Heiði, flutti með þeim til Reykjavíkur.
Hún varð hjúkrunarfræðingur í Hjúkrunarskóla Íslands í september 1972.
Guðríður vann á Sjúkrahúsinu á Selfossi október 1972-maí 1973, handlækningadeild Landspítalans í ágúst 1973, á taugalækningadeild sama spítala september 1973-ágúst 1975, Sjúkraskýlinu á Egilsstöðum í afleysingum eina viku haustið 1975, á lyflækningadeild Borgarspítalans mars-maí 1980.
Guðríður vann á Sjúkrahúsinu í Eyjum júlí 1980-maí 1982, á Grensásdeild Borgarspítalans september 1982-júní 1988, síðan í Skjóli.
Þau Guðfinnur giftu sig 1973, eignuðust tvö börn.
Guðríður lést 2001.

I. Maður Guðríðar, (7. júlí 1973), er Guðfinnur Pálmar Sigurfinnsson læknir, f. 8. ágúst 1948 í Stardal á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Sigurfinnur Guðnason frá Stokkseyri, verkstjóri, f. 1. nóvember 1915, d. 22. mars 1973, og kona hans Sólveig Sigurðardóttir frá Hrafnsstöðum í Köldukinn, S.-Þing., húsfreyja, síðar verkakona í Reykjavík, f. 25. maí 1911, d. 7. október 1987.
Börn þeirra:
1. Sólveig Guðfinnsdóttir viðskiptafræðingur, f. 27. október 1974. Maður hennar Einar Hrafn Jóhannsson.
2. Einar Guðfinnsson, B.Sc.-próf í stærðfræði og M.Sc.-próf í stærðfræði í Danmörku og Svíþjóð. Hann kennir í Menntaskólanum í Reykjavík, f. 18. júlí 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðfinnur.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.