Guðrún Hróbjartsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. október 2006 kl. 22:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. október 2006 kl. 22:09 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Hróbjartsdóttir yfirsetukona fæddist að Kotmúla í Fljótshlíð 1736 og lézt í Nýjabæ í Eyjum 23. febr. 1827.
Foreldrar: Hróbjartur bóndi á Flókastöðum í Fljótshlíð, síðar að Kotmúla þar, f. um 1699, Hallsson bónda á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð 1703, f. um 1660, Runólfssonar og konu Halls bónda, Ragnhildar húsfreyju á Vestur-Sámsstöðum 1703, f. um 1662, Magnúsdóttur. Móðir Guðrúnar yfirsetukonu var Ingibjörg, f. um 1701, Guðmundsdóttir.
Guðrún nam ekki ljósmóðurfræði svo vitað sé. Hún bjó í Nýjabæ 1801. Hún var sótt allmikið til fæðandi kvenna líklega bæði í fyrri sveit sinni Fljótshlíð og í Eyjum. Henni var veitt umbun fyrir ljósmóðurstörf, 5 ríkisdalir af ljósmóðurpeningum úr fjárhirzlu konungs.
Maki: Jón útvegsbóndi í Nýjabæ, f. um 1731, d. 2. júní 1803, Árnason. Hann hrapaði. Guðrún var seinni kona hans og er ekki vitað um sameiginleg börn þeirra Jóns, en Ingibjörg var fósturbarn hennar, barn Jóns af fyrra hjónabandi.


Heimildir

  • Ljósmæður á Íslandi.
  • Manntal 1703 og 1801.