Valgerður Ólöf Magnúsdóttir (ljósmóðir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. október 2006 kl. 18:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. október 2006 kl. 18:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður fæddist í Eyjum 23. marz 1953.
Faðir hennar var Magnús Þórður Ágústsson bifreiðastjóri frá Aðalbóli, f. 1921, og k.h. Guðrún Ólafsdóttir ljósmóðir, f. 1920.
Valgerður lauk prófi í hagnýtum verzlunar- og skrifstofustörfum við Verzlunarskóla Íslands 1971, var skiptinemi í Bandaríkjunum 1971-72. Hún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 30. sept. 1975.
Ljósmóðir var hún í Eyjum 1. jan. 1976- maí 1979. Hún stundaði verzlunarstörf 1979-91, var í framhaldsskólanum 1990-91, en hefur unnið við hjúkrun við Sjúkrahúsið frá 1991.
Maki (7. maí 1977): Haraldur netagerðarmaður, f. 11. sept. 1947, Júlíusar netagerðarmanns Hallgrímssonar og konu Júlíusar, Þóru Haraldsdóttur.
Börn þeirra Haraldar: Magnús Hlynur, f. 23. sept. 1975; Guðrún, f. 28. maí 1979; Berglind Þóra, f. 28. maí 1979.

Heimildir:

  • Ljósmæður á Íslandi.
  • Bergsætt I.433.
  • Pers.