Kjartan Guðmundsson (Vesturvegi 14)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. apríl 2023 kl. 15:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. apríl 2023 kl. 15:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kjartan Guðmundsson (Vesturvegi 14)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kjartan Guðmundsson sjómaður, verkamaður, verslunarmaður fæddist 8. desember 1911 á Ragnheiðarstöðum í Gaulverjabæjarsókn í Flóa og lést 15. september 1967.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson frá Árbæ í Villingaholtssókn í Flóa, bóndi á Ragnheiðarstöðum, síðar í Reykjavík, f. 29. janúar 1874, d. 13. febrúar 1925, og kona hans Guðný Ólöf Jónsdóttir frá Simbakoti á Stokkseyri, húsfreyja, f. 3. október 1878, d. 18. apríl 1962.

Kjartan var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Reykjavíkur, bjó hjá þeim á Rauðarárstíg 5b í Reykjavík 1920.
Hann flutti til Eyja 1937, var verkamaður, sjómaður þar.
Þau Þórhildur giftu sig 1938, eignuðust ekki börn saman, en hann varð fósturfaðir Sigurbjartar barns Þórhildar.
Þau bjuggu við Vesturveg 14, voru farin þaðan 1941. Þau bjuggu síðan í Reykjavík þar sem Kjartan var verslunarmaður.
Kjartan lést 1967 og Þórhildur 1971.

I. Kona Kjartans, (8. október 1938), var Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja, f. þar 6. nóvember 1916, d. 26. maí 1971.
Þau voru barnlaus saman, en barn Þórhildar og fósturbarn Kjartans var
1. Sigurbjört Gústafsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1935, d. 16. júní 2019. Maður hennar Guðbjörn Emil Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. júlí 2019. Minning Sigurbjartar Gústafsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.