Erna Jóhannesdóttir (Kirkjubæjarbraut)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. október 2024 kl. 11:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. október 2024 kl. 11:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Erna Jóhannesdóttir.

Erna Margrét Jóhannesdóttir húsfreyja á Kirkjubæjarbraut 2 fæddist 2. janúar 1937.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Gunnar Gíslason frá Eyjarhólum, f. 14. júlí 1906, d. 2. janúar 1995 og kona hans Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1909, d. 28. desember 1986.

Erna var með foreldrum sínum.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1953.
Erna vann verslunarstörf og síðan skrifstofustörf hjá Tanganum 1953-1955. Hún stundaði saumaskap með áherslu á kjólasaum. Síðar vann hún hjá umboði happdrættis Háskólans.
Erna var virkur félagi í Oddfellowstúkunni Vilborgu. Þau Sveinbjörn giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Kirkjubæjarbraut 2.
Sveinbjörn lést 2016 og Erna 2017.

I. Maður Ernu, (31. desember 1955), var Sveinbjörn Hjálmarsson vélstjóri, forstjóri, f. 11. september 1931, d. 27. október 2016.
Börn þeirra:
1. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, f. 22. október 1955. Barnsfaðir hennar Þórður Ægir Óskarsson. Maður hennar Gunnlaugur Claessen.
2. Guðbjörg Helga Sveinbjörnsdóttir, f. 1. ágúst 1957. Maður hennar Sigurður Vignir Vignisson.
3. Egill Sveinbjörnsson, f. 25. júní 1963. Kona hans Guðný Þórisdóttir.
4. Ásdís Ingunn Sveinbjörnsdóttir, f. 9. ágúst 1968. Barnsfaðir hennar Kristján Þór Jakobsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.