Önundur Kristjánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. apríl 2023 kl. 17:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. apríl 2023 kl. 17:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Önundur Kristjánsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Önundur Kristjánsson.

Önundur Kristjánsson frá Raufarhöfn, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 11. febrúar 1933 og lést 3. mars 2023 á Húsavík.
Foreldrar hans voru Marinó Kristján Önundarson sjómaður, útgerðarmaður, f. 5. ágúst 1901, d. 5. apríl 1945, og Hólmfríður Einarsdóttir, f. 19. desember 1909, d. 10. janúar 1983.

Önundur lauk vélstjóranámi 1950 og fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum 1960.
Hann fór snemma til sjós, fyrst 7 ára með móðurbróður sínum, eignaðist ungur hlut í Þorsteini ÞH 285 (Þorsteini litla), sem hann reri á auk fleiri báta.
Hann var á nokkrum bátum í Eyjum. Þau Þórdís keyptu bátinn Þorstein GK 15 (síðar ÞH 115) ásamt fleiri 1970. Síðar eignuðust þau bátinn ein. Þau gerðu bátinn út frá Eyjum og Raufarhöfn, en nokkuð víðar. Önundur fór í síðasta róður sinn 83 ára.
Þau Þórdís hófu búskap á Raufarhöfn, en fluttu til Eyja 1961, bjuggu í Varmadal og við Herjólfsgötu 9. Þau eignuðust fjögur börn og Önnundur átti eitt barn fyrir.
Hann eignaðist barn með Rannveigu 1955.
Önundur lést 2023 á Húsavík.

I. Barnsmóðir Önundar var Rannveig Ísfjörð, f. 29. september 1935, d. 27. október 2019.
Barn þeirra:
1. Gunnþóra Hólmfríður Önundardóttir, f. 4. október 1955.

II. Kona Önundar, (31. desember 1964), er Una Þórdís Elíasdóttir frá Varmadal, húsfreyja, f. 13. febrúar 1938.
Börn þeirra:
1. Elva Önundardóttir leikskólakennari, f. 12. júlí 1959. Maður hennar Páll Karlsson.
2. Freyja Önundardóttir útgerðarstjóri, f. 4. mars 1961. Fyrrum maður hennar Hilmar Þór Hilmarsson.
3. Kristján Marinó Önundarson verkamaður, f. 12. janúar 1963. Kona hans Þóra Björg Sigurðardóttir.
4. Sindri Önundarson tölvufræðingur, f. 5. júní 1971. Kona hans Ragnhildur Halla Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.