Sigríður Hauksdóttir (Svalbarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. apríl 2024 kl. 10:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. apríl 2024 kl. 10:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Hauksdóttir frá Reykjavík, húsfreyja fæddist 9. júní 1946.
Foreldrar hennar voru Haukur Guðmundsson skrifstofumaður, f. 29. desember 1921, d. 21. nóvember 2002, og kona hans Sigurbjörg Eiríksdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 29. ágúst 1924, d. 13. janúar 2010.

Sigríður var með foreldrum sínum.
Hún lauk Gagnfræðaskólanámi, lauk námi Fósturskóla Íslands 1966.
Sigríður var deildarfóstra í Reykjavík, í Hagaborg í 5 ár og í Laufásborg í 1 ár, síðar dagmóðir í Eyjum. Hún er einnig ræstitæknir.
Þau Ágúst giftu sig 1967, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Hafliði giftu sig 1973, eignuðust eitt barn og Hafliði ættleiddi Kristinn Hjalta son Sigríðar. Þau fluttu til Eyja 1974, bjuggu við Bröttugötu og síðan á Svalbarði við Birkihlíð 24.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1991, bjuggu við Laufengi 1.
Hafliði lést 2008.

I. Maður Sigríðar, (25. febrúar 1967, skildu), er Ágúst Hjalti Sigurjónsson verkamaður, f. 19. apríl 1943 á Stóru-Hellu á Hellissandi. Foreldrar hans Sigurjón Sigurjónsson múrari, f. 18. júní 1906, d. 10. ágúst 1992, og kona hans Kristín Magdalena Ágústsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1907, d. 24. mars 1991.
Barn þeirra:
1. Kristinn Hjalti, f. 18. janúar 1968. (Sjá neðar á síðu).

II. Maður Sigríðar, (28. desember 1973), var Hafliði Helgi Albertsson úr Reykjavík, sjómaður, verkstjóri, öryggisvörður, f. 25. október 1941, d. 13. júlí 2008.
Börn þeirra:
1. Kristinn Hjalti Hafliðason lagermaður. Hann er kjörsonur Hafliða, f. 18. janúar 1968 í Reykjavík. Fyrrum sambúðarkona Ólöf Þrándardóttir.
2. Haukur Sigríðarson bifreiðastjóri, verkamaður, f. 10. nóvember 1974 í Eyjum, d. 19. maí 2019. Fyrrum kona hans Dóra Ósk Bragadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Leikskólakennaratal. Ritstjórar Ívar Gissurarson og Steingrímur Steinþórsson. Mál og mynd 2000.
  • Morgunblaðið 21. júlí 2008. Minning Hafliða.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.