Árni Ingólfsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. apríl 2023 kl. 11:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. apríl 2023 kl. 11:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Árni Ingólfsson (læknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Árni Ingólfsson.

Árni Ingólfsson læknir fæddist 31. júlí 1929 í Fagrahvammi í Skutulsfirði, Ísafj.s og lést 24. júní 2016.
Foreldrar hans voru Ingólfur Árnason kaupmaður, framkvæmdastjóri Norðurtangans á Ísafirði, síðar í Reykjavík, f. 6. nóvember 1892 í Bolungarvík, d. 15. nóvember 1980, og kona hans Ólöf Sigríður Jónasdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 9. maí 1890 á Fossá í Barðastrandarsýslu, d. 9. nóvember 1980.

Árni lauk landsprófi á Ísafirði, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1950, lauk prófum í læknisfræði í Háskóla Íslands 1958 (varð cand. med.). Hann feékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 23. ágúst 1960 og í Svíþjóð 25. nóvember 1960, fékk sérfræðingsleyfi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í Svíþjóð 1966 og á Íslandi 3. júní 1969.
Árni vann kandídatsár sitt á Landspítalanum, Landakotsspítala, Slysavarðsstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og hjá héraðslækninum í Eyjum.
Hann stundaði sérfræðinám í Sjukhuset í Kristinehamn í Svíþjóð, handlækningadeild mars til nóvember 1962, á Jönköping Läns Centrallasarett, kvensjúkdómadeild desember 1962 til mars 1966, á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi, geisladeild kvensjúkdóma apríl til september 1966 og kvensjúkdómadeild frá október 1966 til maí 1968. Hann var aðstoðaryfirlæknir á Jönköping Läns Centrallasarett, kvensjúkdómadeild júní til ágúst 1968, aðstoðarlæknir á Landspítalanum, meinafræðideild október 1968 til mars 1969, aðstoðaryfirlæknir á Jönköping Läns Centrallasarett, kvensjúkdómadeild apríl til september 1969, aðstoðarlæknir á Landspítalanum , fæðingadeild september til nóvember 1969.
Árni vann á Sjúkrahúsi Akraness, fyrst sem sérfræðingur og síðar sem yfirlæknir fæðinga- og kvensjúkdómadeildar, frá desember 1969 til ágúst 1981. Hann vann á þeim tíma þrívegis á Jönköping Läns Centrallasarett sem aðstoðaryfirlæknir, í 2 mánuði 1971, 1 mánuð 1973 og 1975.
Árni flutti frá Akranesi til Reykjavíkur í ágúst 1981 og starfaði fyrst á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur (mæðravernd) og við móttöku sjúklinga á eigin lækningastofu. Hann framkvæmdi kvensjúkdómaaðgerðir á Sjúkrahúsi Keflavíkur frá janúar 1982 til desember 1983 (tvo daga í viku). Hann var sérfræðingur á Borgarspítalanum, Fæðingaheimili Reykjavíkur frá ágúst 1983 og jafnframt rekstrarstjóri á skurðstofu til nóvember 1987, starfaði jafnframt í Handlæknastöðinni í Álfheimum 74 frá apríl 1988 til desember 1989 (1-2 daga í viku). Hann hóf í ferbrúar 1990 ásamt öðrum læknum rekstur Skurðstofu Reykjavíkur hf., sem starfrækti einnig sjúkraheimili frá sama tíma til desember 1993. Hann var jafnframt formaður stjórnar Skurðstofu Reykjavíkur 1990-1992. Eftir lokun Skurðstofu Reykjavíkur vann Árni eingöngu á eigin stofu til desember 1995, er hann lét af læknisstörfum.
Árni vann síðan með konu sinni að viðskiptum hennar.
Ritstörf:
Brow Presentation (séfræðiritgerð).
Greinar í Læknablaðinu.
Þau Margrét Þóra giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hólagötu 19 í Eyjum meðan Árni starfaði þar.
Árni lést 2016 og Margrét Þóra 2023.

I. Kona Árna, (5. júlí 1958), var Margrét Þóra Jónsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 28. nóvember 1934, d. 25. mars 2023.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Árnason, f. 18. janúar 1958. Kona hans Guðrún Agnes Sveinsdóttir.
2. Jón Árnason, f. 7. janúar 1960 að Hólagötu 19. Kona hans Sigurveig Stefánsdóttir.
3. Marta Árnadóttir, f. 31. mars 1963.
4. Helga Árnadóttir, f. 22. maí 1973. Fyrrum maður hennar Grímur Alfreð Garðarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 1. júlí 2016. Minning.
  • Morgunblaðið 31. mars 2023. Minning Margrétar Þóru.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.