Margrét Þóra Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. apríl 2023 kl. 10:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. apríl 2023 kl. 10:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Þóra Jónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Þóra Jónsdóttir.

Margrét Þóra Jónsdóttir húsfreyja, kaupmaður fæddist 28. nóvember 1934 í Reykjavík og lést 25. mars 2023 á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða.
Foreldrar hennar voru Guðný Marta Hannesdóttir frá Brimhólum, húsfreyja, saumakona, f. 28. júní 1913, d. 15. júlí 2011, og maður hennar Jón Lárusson sjómaður, vélstjóri, f. 14. september 1908, d. 1[2. apríl 1983.

Börn Mörtu og Jóns:
1. Margrét Þóra Jónsdóttir, f. 28. nóvember 1934. Maður hennar Árni Ingólfsson.
2. Hannes Gunnar Jónsson, f. 27. ágúst 1936. Kona hans Kristín Anna Kristinsdóttir.
3. Lárus Jónsson, f. 15. nóvember 1943. Kona hans Kristín Sonja Egilsdóttir.
4. Ágúst Jónsson, f. 14. júlí 1947, d. 12. febrúar 2013. Kona hans Ingibjörg Benediktsdóttir.
5. Guðrún Gunnlaug Jónsdóttir, f. 7. janúar 1952. Maður hennar Ari Guðmundsson.

Margrét var með foreldrum sínum, í Reykjavík og á Akureyri.
Hún varð gagnfræðingur í Austurbæjarskóla.
Margrét vann í bókaverslun. Síðar stofnaði hún verslunina Valbæ á Akranesi og rak veitingastaðinn Glóðina þar. Síðan stofnaði hún með mágkonu sinni fataverslunina Sonju í Suðurveri í Reykjavík og 1981 hóf hún samskipti við verslunarkeðjuna Bestseller í Danmörku og stofnaði verslanir undir merkjum Bestseller. Hún rak einnig antíkverslunina Kuriosa og húsgagnaverslunina Seating Concept í Reykjavík og Kaupmannahöfn.
Þau Árni bjuggu í Eyjum í eitt ár.
Þau Árni giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hólagötu 19 í Eyjum meðan Árni starfaði þar.
Árni lést 2016 og Margrét Þóra 2023.

I. Maður Margrétar Þóru, (5. júlí 1958), var Árni Ingólfsson læknir, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, f. 31. júlí 1929 í Fagrahvammi í Skutulsfirði, Ísafj.s., d. 24. júní 2016.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Árnason, f. 18. janúar 1958. Kona hans Guðrún Agnes Sveinsdóttir.
2. Jón Árnason, f. 7. janúar 1960 að Hólagötu 19. Kona hans Sigurveig Stefánsdóttir.
3. Marta Árnadóttir, f. 31. mars 1963.
4. Helga Árnadóttir, f. 22. maí 1973. Fyrrum maður hennar Grímur Alfreð Garðarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 31. mars 2023. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.