Sæmundur Árni Hermannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. apríl 2023 kl. 19:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. apríl 2023 kl. 19:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sæmundur Árni Hermannsson.

Sæmundur Árni Hermannsson hótelstjóri, tollvörður, framkvæmdastjóri, bóndi fæddist 11. maí 1921 á Ysta-Mói í Fljótum í Skagafirði og lést 12. ágúst 2005 á Sauðárkróki.
Foreldrar hans voru Hermann Jónsson kennari, bóndi, hreppstjóri, kaupfélagsstjóri, f. 12. desember 1891 á Bíldudal við Arnarfjörð, d. 30. september 1974, og kona hans Elín Lárusdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1890 á Vatni á Höfðaströnd, Skagaf., d. 26. mars 1980.

Sæmundur nam í Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði.
Hann stundaði bústörf á unglingsárum, var í vegavinnu, síldarvinnu á sumrin og á vertíð í Keflavík, var síðar með bílaútgerð í Fljótum.
Hann flutti til Eyja 1950, var hótelstjóri þar og síðan tollvörður.
Sæmundur var tollvörður á Þórshöfn á Langanesi eitt sumar og á Keflavíkurflugvelli.
Hann flutti til lands 1952, til Reykjavíkur og í Kópavog, til Sauðárkróks 1957, var tollvörður þar um árabil, varð sjúkrhússráðsmaður og síðan framkvæmdastjóri Sjúkrahússins þar 1961 og gegndi því starfi til 1991, en lét þá af störfum vegna aldurs.
Sæmundur stundaði hrossarækt á Illugastöðum í Fljótum, síðan rak hann hrossaræktarbú að Ytra-Skörðugili í Langholti, Skagafirði frá 1971.
Hann var virkur félagi í Framsóknarflokknum, sat m.a. í bæjarstjórn á Sauðárkróki. Hann var virkur félagi í Lionshreyfingunni og fyrsti forseti hennar á Sauðárkróki. Hann var einn af stofnendum félags eldri borgara á Sauðárkróki og fyrsti formaður þess.
Þau Ása giftu sig 1952, eignuðust 7 börn. Þau bjuggu í fyrstu á Staðarhóli.
Sæmundur Árni lést 2005 og Ása 2015.

öI. Kona Sæmundar, (26. janúar 1952), var Ása Sigríður Helgadóttir frá Staðarhóli við Kirkjuveg 57, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. mars 1930, d. 5. júlí 2015.
Börn þeirra:
1. Elín Helga Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. mars 1952. Maður hennar Jón Örn Berndsen.
2. Herdís Ása Sæmundsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, f. 30. júlí 1954. Maður hennar Guðmundur Ragnarsson.
3. Hafsteinn Sæmundsson viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, f. 18. febrúar 1956. Barnsmóðir hans Sigríður Steingrímsdóttir. Fyrrum kona hans Anna María Sverrisdóttir. Sambúðarkona hans Sigríður Ólöf Sigurðardóttir.
4. Gunnhildur María Sæmundsdóttir leik- og grunnskólafulltrúi, f. 22. maí 1957. Maður hennar Ragnar Sveinsson.
5. Margrét Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 27. desember 1960. Maður hennar Árni Kristinsson.
6. Hermann Sæmundsson stjórnmálafræðingur, skrifstofustjóri, f. 19. júní 1965. Kona hans Guðrún Sesselja Grímsdóttir.
7. Anna Elísabet Sæmundsdóttir félagsfræðingur, sviðsstjóri, f. 14. nóvember 1966. Fyrrum maður hennar Friðrik Arnar Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.