Hólmfríður Hermannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. mars 2023 kl. 13:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. mars 2023 kl. 13:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hólmfríður Hermannsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hólmfríður Hermannsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 26. júní 1872 á Brekku í Reykjavíkursókn og lést í júní 1931.
Foreldrar hennar voru Hermann Einarsson sjávarbóndi á Brekku 1880, f. 28. mars 1842, d. 26. júlí 1916, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1842, d. 16. mars 1919.

Hólmfríður var með foreldrum sínum á Brekku 1880, var vinnukona í Veltusundi 3 í Reykjavík 1890.
Þau Sigurbjörn giftu sig 1901, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Ísafirði 1901, þá á Akureyri, fluttu til Reykjavíkur 1908, bjuggu þar á Vesturgötu 37 1910.
Þau fluttu til Eyja 1919 með Svanlaugu, bjuggu í Barnaskólanum 1920 og 1922. Þau skildu 1923. Hólmfríður flutti með Svanlaugu til Reykjavíkur, var þar kennari 1930.
Hún lést 1931.

I. Maður Hólmfríðar, (1901, skildu 1923), var Sigurbjörn Sveinsson rithöfundur, kennari, f. 19. október 1878, d. 2. febrúar 1950.
Börn þeirra:
1. Sigfríður Sigurbjörnsdóttir, f. 29. júní 1902, d. 30. júní 1923.
2. Svanlaug Sigurbjörnsdóttir verslunarmaður, f. 9. október 1907 á Akureyri, d. 3. september 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.