Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. mars 2023 kl. 16:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. mars 2023 kl. 16:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir húsfreyja fæddist 13. maí 1910 á Patreksfirði og lést 18. júní 1995 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jónas Jónsson, f. 15. desember 1875, d. 22. febrúar 1965, og Jóna Valgerður Jónsdóttir, f. 31. janúar 1878, d. 31. mars 1961.
Valgerður var barn í Kollsvík í Rauðasandshreppi í Barð. 1920, var vetrarstúlka í Hafnarfirði 1930.
Hún eignaðist barn með Guðna 1934.
Þau Sigurjón giftu sig 1936, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Mikladalsvegi 2 á Patreksfirði.
Sigurjón lést 1991.
Valgerður flutti til Rósu dóttur sinnar í Eyjum og lést 1995.

I. Barnsfaðir Valgerðar Ingigunnar var Þórður Guðni Guðmundsson sjómaður á Ísafirði, f. 14. nóvember 1912, d. 14. desember 1974.
Barn þeirra:
1. Ástgerður Guðnadóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 25. júní 1934, d. 7. mars 2020. Maður hennar Gísli Halldórsson klæðskeri.

II. Maður Ingunnar var Sigurjón Jóhannsson sjómaður, verkamaður, f. 2. október 1912, d. 30. október 1991. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurjón Bjarnason trésmiður, f. 5. nóvember 1878, d. 20. september 1973 og kona hans Rósa Guðmundsdóttir, f. 12. mars 1879, d. 4. júlí 1957.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Sigurjónsson, f. 8. maí 1937, d. í september 1937.
2. Álfdís Inga Sigurjónsdóttir húsfreyja á Patreksfirði, f. 20. ágúst 1939. Maður hennar Guðmundur Ólafsson sjómaður.
3. Bjargmundur Sigurjónsson bifvélavirki, starfsmaður Áburðarverksmiðju Ríkisins. Kona hans Fanney Arnbjörnsdóttir frá Dalvík.
4. Jóhann Bjarni Sigurjónsson málarameistari á Patreksfirði, f. 1. febrúar 1942. Kona hans Álfheiður Bjarnadóttir frá Holtaseli í Mýrarhreppi.
‘ 5. Rósa Björg Sigurjónsdóttir húsfreyja, þerna, starfsmaður Sjúkrahússins í Eyjum, f. 27. maí 1947. Maður hennar Vigfús Guðlaugsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, trillukarl.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.