Pálína Guðjónsdóttir (Merkisteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2023 kl. 14:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2023 kl. 14:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Pálína Guðjónsdóttir (Merkisteini)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Pálína Guðjónsdóttir.

Pálína Guðjónsdóttir frá Fornusöndum u. Eyjafjöllum, saumakona fæddist þar 29. október 1914 og lést 28. janúar 2012 í Berjanesi í V.-Landeyjum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Einarsson bóndi, f. 29. júlí 1886, d. 30. ágúst 1968 og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1886, d. 17. apríl 1974.

Pálína var með foreldrum sínum, flutti með þeim að Berjanesi 1931.
Hún fór til Eyja um tvítugt, var í vist og lærði kjólasaum hjá Kristínu í Merkisteini. Pálína fluttist til Reykjavíkur og tók að sér kjólasaum. Þá varð hún ráðskona á ýmsum vinnustöðum og lengst var hún 19 vertíðir í Hraðfrystistöð Keflavíkur. Hún dvaldi og vann í Berjanesi á sumrum.
Hún eignaðist barn með Ingva Kristni 1942.
Pálína lést 2012.

I. Barnsfaðir Pálínu var Ingvi Kristinn Jónsson bóndi, vörubílstjóri í Borgarholti í Ásahreppi, f. 5. maí 1905, d. 12. nóvember 1989.
Barn þeirra:
1. Erna Árfells, í Berjanesi í V.-Landeyjum, f. 11. febrúar 1942. Barnsfaðir hennar Jón Þórir Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.