Bjarni Kr. Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. nóvember 2022 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. nóvember 2022 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Bjarni Kristinn Björnsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Björn Kristinn Björnsson frá Langa-Hvammi, verkstjóri fæddist 14. febrúar 1917 í Langa-Hvammi og lést 26. mars 1992.
Foreldrar hans voru Björn Bjarnason frá Eystri-Tungu í Landbroti, V.-Skaft., verkstjóri, f. þar 20. júní 1884, d. 8. apríl 1957, og kona hans Þorbjörg Ásgrímsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja í Langa-Hvammi og víðar, f. 20. september 1895, d. 14. desember 1964.

Börn Þorbjargar og Björns:
1. Laufey Kjartanía Björnsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1911 í Reykjavík, d. 2. janúar 1999.
2. Hilbert Jón Björnsson verkamaður, sjómaður, bátsmaður, hafnarstarfsmaður, umsjónarmaður, f. 10. mars 1914 í Langa-Hvammi, d. 19. nóvember 1974.
3. Bjarni Kristinn Björnsson verkstjóri í Reykjavík, f. 14. febrúar 1917 í Langa-Hvammi, d. 26. mars 1992.
4. Ásgrímur Stefán Björnsson skipstjóri, erindreki Slysavarnafélagsins í Reykjavík, f. 14. desember 1922, d. 13. febrúar 1995.
5. Björn Kári Björnsson sjómaður, smiður, f. 27. júlí 1927, d. 2. apríl 1997.
6. Sigurður Guðni Björnsson vélvirki, bankastarfsmaður, f. 3. maí 1936, d. 22. júlí 2007.

Bjarni var með foreldrum sínum í æsku, náði að fæðast í Eyjum, flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur og í Viðey.
Hann stundaði nám í Verslunarskóla Íslands og lærði dönsku í Danmörku.
Bjarni var íþróttamaður á sínum yngri árum og fékk fegurðarverðlaun í glímu árið 1930.
Hann vann síðan hjá Reykjavíkurhöfn, varð verkstjóri.
Þau Margrét Ágústa giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Skipasundi 38, í Kleppsholtinu og síðast á Langholtsvegi 2.
Bjarni lést 1992 og Ágústa 2006.

I. Kona Bjarna, (1941), var Margrét Ágústa Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, verslunarmaður, skólaliði, f. 11. ágúst 1919, d. 24. október 2006. Foreldrar hennar voru Jón Albert Þórólfsson frá Holti á Barðaströnd, Barð., bátasmiður, kaupmaður, f. 21. ágúst 1871, d. 18. mars 1933 og kona hans Guðbjörg Gísladóttir frá Hróarsstöðum í Vindhælishreppi, Hún., húsfreyja, f. 1. október 1878, d. 7. mars 1972.
Börn þeirra:
1. Jón Þór Bjarnason kennari í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, f. 20. febrúar 1943, d. 30. júní 2004. Kona hans Kristbjörg Jóhannesdóttir.
2. Björn Bjarnason hagfræðingur, f. 14. október 1945, d. 1. febrúar 2015. Fyrrum kona hans Árdís Þórðardóttir.
3. Björg Yrsa Bjarnadóttir fóstra, f. 28. nóvember 1948. Maður hennar Svend Richter.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.