Sveinn Hannesson (húsasmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2024 kl. 21:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2024 kl. 21:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Hannesson.

Sveinn Hannesson frá Böðvarsdal í Vopnafirði fæddist þar 5. júní 1931 og lést 30. apríl 2015 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hans voru Hannes Runólfsson bóndi, f. 5. desember 1895 í Böðvarsdal, d. 21. október 1967, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1903 að Arnarvatni í Vopnafirði, d. 23. ágúst 1990.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsasmíði og öðlaðist meistararéttindi.
Sveinn vann við iðn sína í Eyjum og víðar.
Þau Eva giftu sig 1969, eignuðust fjögur börn. Hann bjó síðast við Grænásbraut í Reykjanesbæ.
Sveinn lést 2015.

I. Kona Sveins, (11. október 1969), er Eva Bryndís Ingvadóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1947. Foreldrar hennar voru Ingvi Brynjar Jakobsson lögregluvarðstjóri, rannsókalögreglumaður, ritstjóri, f. 9. apríl 1927, d. 17. apríl 2007, og kona hans Ragnheiður Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1927, d. 2. október 2021.
Börn þeirra:
2. Ragnheiður Brynja Sveinsdóttir, f. 30. september 1965.
3. Hannes Sveinsson, f. 15. desember 1970.
4. Harpa Sveinsdóttir, f. 17. desember 1972.
5. Ingvi Brynjar Sveinsson, f. 7. september 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. maí 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.