María Ragnarsdóttir (Bifröst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. ágúst 2022 kl. 18:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. ágúst 2022 kl. 18:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „María Ragnarsdóttir (Bifröst)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

María Ragnhildur Ragnarsdóttir frá Bifröst við Bárustíg 11, húsfreyja fæddist þar 10. ágúst 1949.
Foreldrar hennar voru Ragnar Benediktsson verkstjóri, vigtarmaður, tónlistarmaður, f. 13. mars 1895 á Borgareyri í Mjóafirði eystra, d. 7. júní 1968, og kona hans Guðmunda Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1908 á Búrfelli í Borgarfirði, d. 16. október 1978.

Börn Guðmundu Valgerðar og Ragnars:
1. Valgerður Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1938 í Garðhúsum við Kirkjuveg 14.
2. Benedikt Grétar Ragnarsson sparisjóðsstjóri, f. 22. júlí 1942 í Bifröst, d. 20. júní 1999.
3. María Ragnhildur Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1949 í Bifröst.

María var með foreldrum sínum í æsku, í Bifröst og á Vesturvegi 29.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1966, var skiptinemi í Ohio í Bandaríkjunum 1966-1967.
María vann við símagæslu og afgreiðslu á Bifreiðastöðinni.
Þau Sigurjón giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Baldri við Brekastíg 22.
Sigurjón lést 2006.
María býr í Reykjavík.

I. Maður Maríu, (25. desember 1971), var Sigurjón Arnar Tómasson frá Efra-Hvoli, bifvélavirkjameistari, f. 21. febrúar 1946, d. 10. ágúst 2006.
Börn þeirra:
1. Ragnar Benedikt Sigurjónsson starfsmaður hjá BM Vallá, f. 28. september 1971. Kona hans Ragnheiður Jónsdóttir.
2. Elísabet Hrefna Sigurjónsdóttir leikskólakennari, kennari, f. 22. janúar 1975. Maður hennar Gísli Gunnar Geirsson.
3. Arnar Valgeir Sigurjónsson lyftarastjóri, f. 10. júní 1980, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • María.
  • Morgunblaðið 19. ágúst 2006. Minning Sigurjóns.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.