Allan Ragnarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2022 kl. 13:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2022 kl. 13:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Allan Ragnarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Allan Ragnarsson.

Allan Ragnarsson raffræðingur fæddist 27. janúar 1960.
Foreldrar hans voru Ragnar Runólfsson frá Bræðratungu, sjómaður, smiður, f. 13. desember 1933, og kona hans Geirþrúður Johannesen frá Færeyjum, húsmóðir, f. 21. febrúar 1940.

Börn Geirþrúðar og Ragnars:
1. Allan Ragnarsson raffræðingur, f. 27. janúar 1960. Fyrrum kona hans Kristín Halldórsdóttir. Kona hans Harpa Þorsteinsdóttir.
2. Ómar Ragnarsson tollvörður, f. 26. júlí 1964. Barnsmóðir hans Dagbjört Ólafsdóttir.

Allan var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim úr Eyjum við Gos 1973.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1984. Meistari hans var Guðni Helgason.
Allan vann hjá Guðna Helgasyni, Rafvirkjaþjónustunni, Hannesi Vigfússyni og Sturlu Snorrasyni. Hann vann síðan hjá Hitaveitu Reykjavíkur, sem varð Orkuveitan og síðan Orka náttúrunnar og þar vinnur hann.
Þau Kristín giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Harpa giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Fyrri kona Allans er Kristín Halldórsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1962. Foreldrar hennar Halldór Svavar Svavarsson seglasaumari, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 9. júlí 1942, og kona hans Vigdís Ingibjörg Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1938 á Ísafirði.
Barn þeirra:
1. Kolbrún Inga Allansdóttir öryrki, f. 22. apríl 1982. Barnsfaðir hennar Þórarinn Björn Steinsson.

II. Kona Allans er Harpa Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1965 á Akureyri. Foreldrar hennar Þorsteinn Steinberg Árilíusson frá Geldingsá á Svalbarðsströnd, S.-Þing., verslunarmaður, sjómaður, f. 28. apríl 1941, d. 8. september 1989, og kona hans Ólöf Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1948 í Borgarholti í Biskupstungum.
Börn þeirra:
2. Auður Steinberg Allansdóttir, býr á Patreksfirði, er framkvæmdastjóri Vestfjord Adventures, f. 7. september 1990, ógift.
3. Þorsteinn Steinberg Allansson matsveinn, nemur húsgagnasmíði, f. 22. febrúar 1994. Sambúðarkona hans Júlíana Lind Guðlaugsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Allan.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.