Geirþrúður Johannesen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. október 2022 kl. 21:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. október 2022 kl. 21:08 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Geirþrúður Johannesen (Jona Alvilda Gertrud Johannesen) húsfreyja, fiskverkakona fæddist 21. febrúar 1940 á Gjogv á Austurey í Færeyjum.
Foreldrar hennar voru Eliesar og Edit Johannesen.

Geirþrúður flutti til Eyja 1959, vann við fiskiðnað og á saumastofu.
Þau Ragnar giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Svalbarði við skírn Allans 1960, í verkstæðishúsi Ársæls Sveinssonar við Strandveg, síðan í Grænuhlíð 14 og þar við Gos 1973. Þau bjuggu síðan við Reynigrund í Kópavogi, en búa nú í Sunnusmára þar.

I. Maður Geirþrúðar, (25. júní 1959), er Ragnar Runólfsson frá Bræðratungu, sjómaður, smiður, f. 13. desember 1933.
Börn þeirra:
1. Allan Ragnarsson raffræðingur, f. 27. janúar 1960. Fyrrum kona hans Kristín Halldórsdóttir. Kona hans Harpa Þorsteinsdóttir.
2. Ómar Ragnarsson tollvörður, f. 26. júlí 1964. Barnsmóðir hans Dagbjört Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Geirþrúður og Ragnar.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.