Hálfdan Jónsson (Sléttaleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2022 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2022 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hálfdan Jónsson (Sléttaleiti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hálfdan Jónsson frá Odda á Mýrum í A.-Skaft., sjómaður, verkamaður fæddist þar 18. júní 1874 og lést 29. júní 1959.
Foreldrar hans voru Jón Hálfdanarson bóndi í Flatey á Mýrum, A.-Skaft., í Austur-Skálanesi í Vopnafirði, síðar á Akureyri, f. 1845, d. 19. janúar 1922, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. desember 1850, d. 27. júlí 1936.

Hálfdan var með foreldrum sínum í æsku, í Flatey á Mýrum 1890.
Hann var gestkomandi háseti á Feiki í Lögmannshlíðarsókn í Eyjaf. 1901.
Þau Elín Rósa giftu sig 1904, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Oddeyri á Akureyri við giftingu, á Spítalavegi 19 á Akureyri 1910, í Hálfdanarhúsi á Akureyri 1920.
Elín Rósa lést 1947.
Hálfdan var kominn til Hrefnu og Brynjólfs á Sléttaleiti við Boðaslóð 4 í lok árs 1947 og dvaldi síðan hjá þeim.
Hann lést 1959.

I. Kona Hálfdanar, (10. nóvember 1904) var Elín Rósa Magnúsdóttir frá Björgum í Möðruvallaklausturssókn í Eyjafirði, húsfreyja, f. 7. mars 1868 í Hátúni þar, d. 22. febrúar 1947. Foreldrar hennar voru Magnús Mikaelsson bóndi, f. 30. október 1836, og kona hans Rósa Gísladóttir, húsfreyja, f. 11. janúar 1844, d. 21. júní 1928.
Börn þeirra:
1. Hrefna Hálfdanardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1904 á Oddeyri á Akureyri, d. 8. júlí 1982.
2. Kári Hálfdanarson sjómaður á Akureyri, f. 3. nóvember 1906, d. 5. júní 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.