Sigrún Lúðvíksdóttir (Brautarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. maí 2022 kl. 14:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. maí 2022 kl. 14:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigrún Lúðvíksdóttir (Brautarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigrún Lúðvíksdóttir.

Sigrún Lúðvíksdóttir húsfreyja í Brautarholti fæddist 9. apríl 1916 á Grundarbrekku við Skólaveg 11 og lést 5. september 2003.
Foreldrar hennar voru Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson verkamaður, verkstjóri, f. 5. júlí 1892, d. 13. október 1973, og kona hans Bjarnhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1890, d. 30. október 1963.

Börn Bjarnhildar og Lúðvíks:
1. Sigrún Lúðvíksdóttir, f. 9. apríl 1916 á Grundarbrekku, d. 5. september 2003.
2. Jónas St. Lúðvíksson, f. 6. mars 1919 í Reykholti, d. 2. maí 1973.

Sigrún var með foreldrum sínum í æsku, á Grundarbrekku við Skólaveg 11 1916 í Reykholti eldra við Urðaveg 1919, í Skógum við Bessastíg og á Sólheimum við Njarðarstíg 15.
Þau Ólafur giftu sig 1937, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Brautarholti við Landagötu 3B og á Fífilgötu 10.
Ólafur lést 1984 og Sigrún 2003.

Maður Sigrúnar, (11. desember 1937), var Ólafur Gunnsteinn Jónsson járnsmiður, f. 12. desember 1911, d. 30. mars 1984.
Börn þeirra:
1. Sjöfn Ólafsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1938 í Brautarholti, d. 24. júlí 1990.
2. Hildur Lovísa Ólafsdóttir, f. 27. júní 1945 í Brautarholti, d. 7. ágúst 2013.
3. Eydís Ólafsdóttir, f. 6. október 1948 í Brautarholti.
4. Skúli Ólafsson, f. 12. september 1952 á Fífilgötu 10, d. 12. október 2019.
5. Bjarni Ólafsson, f. 13. nóvember 1954 á Fífilgötu 10.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.