Tala Klemenzdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júlí 2023 kl. 12:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júlí 2023 kl. 12:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Tala Klemenzdóttir.

Tala Klemenzdóttir frá Görðum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 14. júlí 1921 og lést 10. desember 2006 á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Klemenz Árnason bóndi í Görðum, f. 22. febrúar 1891 í Görðum, d. 1. október 1980, og kona hans Gunnheiður Heiðmundsdóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1893 á Suður-Götum í Mýrdal, d. 27. apríl 1982.

Tala var með foreldrum sínum í Görðum til 1939.
Þau Loftur giftu sig 1939, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum 1939-1945, lengst á Hásteinsvegi 42, en síðan í Reykjavík.
Tala sótti námskeið í lampagerð og uppsetningu púða. Hún vann við saumaskap árum saman, m.a. saumaði hún lögreglubúninga, fyrst hjá Andrési klæðskera, síðan hjá Últíma. Hún vann einnig mikið fyrir einstaklinga. Á efri árum prjónaði hún lopapeysur, sem seldar voru í Rammagerðinni.
Loftur lést 1978. Tala bjó síðast á Hjallatúni. Hún lést 2006.

I. Maður Tölu, (26. ágúst 1939), var Loftur Guðmundsson frá Þúfukoti í Kjós, kennari, rithöfundur, f. þar 6. júní 1906, d. 29. ágúst 1978.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Marinó Loftsson bifvélavirki, f. 3. nóvember 1941. Kona hans Ása Emma Magnúsdóttir, látin.
2. Indriði Loftsson bifreiðastjóri, f. 3. nóvember 1946. Kona hans Jakobína Elsa Ragnarsdóttir.
3. Gunnar Heiðar Loftsson dúka- og flísalagningarmaður, f. 9. mars 1948. Kona hans Þórunn Brandsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.