Bára Karlsdóttir (Pétursey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2022 kl. 15:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2022 kl. 15:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Bára Karlsdóttir (Pétursey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hjörtrós Bára Karlsdóttir húsfreyja fæddist 1. maí 1919 á Norðfirði og lést 25. apríl 1979.
Foreldrar hennar voru Karl Árnason frá Borgum í Norðfirði, sjómaður, f. 13. október 1886, d. 22. júní 1922, og kona hans Vigdís Hjartardóttir frá Álftarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 25. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972.
Stjúpfaðir Báru var Jón Pétur Björnsson Guðbjartsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 14. júlí 1904, d. 28. febrúar 1993.

Börn Vigdísar og Karls:
1. Andvana stúlka, f 12. október 1912 á Borgum.
2. Sigfinnur Karlsson vélstjóri, verkalýðsleiðtogi í Neskaupstað, f. 19. febrúar 1915, d. 7. maí 2004. Fósturforeldrar hans voru Jón Bjarnason bóndi á Skorrastað, f. 22. október 1858, d. 27. júní 1943 og kona hans Soffía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1875, d. 1953.
3. Hjörtrós Bára Karlsdóttir húsfreyja, tvíburi, f. 1. maí 1919, d. 25. apríl 1979.
4. Andvana drengur, tvíburi, f. 1. maí 1919.
5. Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1921, d. 30. september 1997.

Börn Vigdísar og Pétur Guðbjartssonar:
6. Erna Pétursdóttir, f. 21. júlí 1928, dó af slysförum, líklega 1931.
Fóstursonur Vigdísar og Péturs var
7. Ottó Laugdal Ólafsson sjómaður, bifreiðastjóri, síðar iðnverkamaður í Svíþjóð, f. 30. júní 1932, d. 26. október 1995.

Bára var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hennar lést er hún var þriggja ára. Hún var með móður sinni, flutti með henni frá Norðfirði til Eyja 1922 og bjó með henni og síðar með henni og Pétri.
Þau Þorsteinn giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Baðhúsinu við Bárustíg 15, á Hásteinsvegi 7, í Sólhlíð 8, á Hásteinsvegi 28, en síðast á Faxastíg 35.
Þorsteinn lést 1978 og Hjörtrós Bára 1979.

I. Maður Báru var Þorsteinn Ragnar Guðjónsson verkamaður, bifreiðakennari, leigubifreiðastjóri, netagerðarmaður, f. 1. maí 1909, d. 21. febrúar 1978.
Barn þeirra:
1. Karl Vignir Þorsteinsson, f. 23. febrúar 1944 í Baðhúsinu við Bárustíg 15.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.