Rannveig Jónsdóttir (París)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. nóvember 2022 kl. 19:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. nóvember 2022 kl. 19:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rannveig Jónsdóttir vinnukona í París og húsfreyja í Utah fæddist 17. ágúst 1851 á Mýrum í Álftveri, V-Skaft. og lést 27. febrúar 1897 í Spanish Fork í Utah.
Faðir hennar var Jón Benediktsson prests Magnússonar að Mosfelli í Mosfellssveit, f. 1813, d. 5. júní 1862. Móðir Rannveigar var Margrét Ólafsdóttir vinnukona víða í V-Skaft., f. 1816 í Þykkvabæjarklausturssókn, dóttir Ólafs Gíslasonar á Seljalandi í Fljótshverfi 1801, bónda í Holti í Þykkvabæjarklausturssókn, V.-Skaft. 1816, húsbónda í Engidal í Skaftártungu 1835, bónda í Holti í Álftaveri 1845, f. 1787, d. 23. júní 1862. Móðir Margrétar var Rannveig Einarsdóttir húsfreyja í Holti í Álftaveri, en síðast í Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 1780, d. 24. júlí 1823.
Föðursystir Jóns Benediktssonar var Þórdís Magnúsdóttir prestkona að Ofanleiti, og hálfsystkini Jóns í Eyjum voru Anna Benediktsdóttir ljósmóðir og Ólafur Diðrik Benediktsson faðir Sigurðar Ólafssonar í Vegg.
Móðir Jóns var Þorbjörg Pétursdóttir frá Gjábakka, fyrri kona sr. Benedikts.

Rannveig var tökubarn í Skálmarbæ í Álftaveri 1852-1859/60, var á Þykkvabæjarklaustri, kom þaðan að Eyjarhólum í Mýrdal 1872, vinnukona þar til 1874, á Söndum í Meðallandi 1874-1875, í Skálmarbæ 1875-1878.
Rannveig kom til Eyja úr Álftaveri 1878 og varð vinnukona í París. Hún fór til Utah 1880 og giftist Þórði Diðrikssyni á því ári. Hún var þriðja í röðinni af þrem konum Þórðar þar.
Hún giftist síðar William James.

I. Maður Rannveigar, (11. nóvember 1880), var Þórður Diðriksson múrsteinshleðslumaður, trúarleiðtogi meðal mormóna, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894.
Börn þeirra:
1. Helga Margaret Dedrickson Grant, f. 13. janúar 1884, d. 14. maí 1914. Maður hennar var George Edward Grant.
2. Theodore Gudmund Dedrickson í Bakersfield í Kaliforníu, f. 5. júlí 1885 í Spanish Fork, d. 21. febrúar 1953 í Bakersfield. Kona hans Elisabeth Isabelle Plump Dedrickson.
3. John Dedrickson hárskeri í Salt Lake City, f. 13. ágúst 1887 í Spanish Fork, d. 3. ágúst 1940 í Salt Lake City. Kona hans Ruth Rebecca Smith Dederickson, síðar Buchanan.

II. Maður Rannveigar var William James Warren í Spanish Fork í Utah, f. 13. janúar 1866 í Spanish Fork, d. 26. júlí 1931 í Cardion í Alberta. Faðir hans var Charles Wesley Warren, f. 3. janúar 1826, d. 23. maí 1896 í Spanish Fork.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Find a Grave.
  • halfdan.is.
  • Heimaslóð.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Þorgils Jónasson sagnfræðingur Guðmundssonar.