Jóhannes Illugason (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2022 kl. 14:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2022 kl. 14:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhannes Illugason sjómaður í Kornhól fæddist 1777 í Eyjafirði og lést 29. júní 1860 í Kornhól.
Foreldrar hans voru Illugi Jónsson bóndi í Helgárseli í Garðsárdal í Eyjafirði, f. 1747, d. 16. maí 1799, og kona hans Halldóra Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 1741, d. 13. janúar 1831.

Jóhannes var húsmaður á Tjörnum í Öngulsstaðahreppi, Eyjaf., vinnumaður á Króksstöðum þar, á Munkaþverá þar 1816, ókvæntur 55 ára vinnumaður á Teigi í Fljótshlíð 1835, húsmaður í Kornhól 1845 og 1855, skráður ekkill þar 1845, 73 ára ókvæntur í Kornhól 1850, 79 ára þar 1855.
Hann lést 1860, niðursetningur í Kornhól.

I. Kona hans, (1806), var Margrét Þórðardótttir húsfreyja, f. 1778, d. 30. mars 1840 á Kaupangi. Foreldrar hennar voru Þórður Þorkelsson bóndi á Mógili og Melum í Fnjóskadal 1790-1823, og kona hans Ragnheiður Bjarnadóttir húsfreyja, f. um 1739 á Syðri-Tjörnum í Öngulsstaðahreppi, Eyj., d. 1784.:
Börn þeirra:
1. Jóhannes Jóhannesson, f. 1806 á Syðri-Tjörnum, niðursetningur á Jódísarstöðum í Eyjafirði 1816.
2. Jón Jóhannesson, f. 1808 á Króksstöðum, var tökubarn á Leifsstöðum 2 í Eyjaf. 1816, fór suður á Álftanes í Gull. 1820.

II. Barnsmóðir Jóhannesar var María Kristjánsdóttir Welding húsfreyja í Hafnarfirði, f. 30. júlí 1794 í Weldingshúsi í Garðahreppi, Gull., d. 9. nóvember 1851.
Barn þeirra:
3. Símon Jóhannesson, léttadrengur í Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum 1835, var í Godthaab 1845, f. 1822, d. 10. október 1848.

III. Barnsmóðir Jóhannesar var Guðrún Kristjánsdóttir, síðar húsfreyja í Húnatúni í Þykkvabæ og í Vatnskoti þar, f. 9. ágúst 1810 í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, Rang., d. 14. mars 1889.
Barn þeirra var
1. Jóhannes Jóhannesson, f. 29. janúar 1839, d. 2. september 1839.

IV. Barnsmóðir Jóhannesar var Katrín Halldórsdóttir vinnukona í Kornhól og víðar, síðar bústýra og húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, f. 13. mars 1816, drukknaði í Álum í Landeyjum 14. apríl 1869.
Barn þeirra var
2. Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja í Árnatóftum í Stokkseyrarhreppi, f. 5. október 1841 í Krosssókn í A-Landeyjum, d. 10. ágúst 1891 í Árnatóftum. Maður hennar Brandur Magnússon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.