Emilía Jónasdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. nóvember 2021 kl. 14:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2021 kl. 14:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Emilía Jónasdóttir.

Emilía Jónasdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 12. mars 1935 í Flatey á Skjálfanda.
Foreldrar hennar voru Jónas Jónasson kennari, hreppstjóri, f. 13. nóvember 1893 í Flatey, d. 15. nóvember 1968, og Guðríður Kristjánsdóttir frá Skeiði í Svarfaðardal, húsfreyja, f. 10. ágúst 1897, d. 2. desember 1977.

Emilía var með foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur í Héraðsskólanum á Laugum 1953, sótti námskeið í Handíða- og myndlistarskólanum 1957-1958, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands 1961.
Emilía var hjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsinu í Eyjum, í Heilsuverndarstöð Vestmannaeyja, St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði, öldrunardeild Landspítalans, göngudeild sykursjúkra þar, Heilsugæslunni í Domus Medica. Hún var síðan í afleysingum á ýmsum sjúkrahúsum.
Þau Ingólfur giftu sig 1964, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Vestmannabraut 25 og á Bröttugötu 1, en skildu 1981.
Hún býr nú í húsi Öryrkjabandalagsins við Hátún 10.

I. Maður Emilíu, (24. desember 1964), var Ingólfur Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 24. desember 1964, d. 20. ágúst 2013.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Bergur Ingólfsson iðnverkamaður, f. 22. maí 1962. Fyrrum sambýliskona hans Karítas Markúsdóttir.
2. Örnólfur Örvar Ingólfsson viðskiptafræðingur, verslunarmaður, f. 14. október 1964. Fyrrum kona hans Bergþóra Sigurðardóttir. Kona hans Hulda Harðardóttir.
3. Úlfhildur Ösp Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1967. Maður hennar Steinar Kr. Ómarsson.
4. Erlingur Geir Ingólfsson, f. 23. september 1970. Hann býr í Svíþjóð.
5. Logi Garðar Fells verkamaður, f. 26. janúar 1973. Kona hans Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir.
6. Sólrún Ingólfsdóttir fiskiðnaðarkona í Eyjum, f. 25. júlí 1975, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 6. september 2013. Minning Ingólfs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.