Ólöf Andrésdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. október 2021 kl. 16:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. október 2021 kl. 16:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Ólöf Andrésdóttir (Landagötu) á Ólöf Andrésdóttir)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólöf Andrésdóttir.

Ólöf Andrésdóttir frá Stór-Breiðavíkurhjáleigu í Reyðarfirði, húsfreyja fæddist 1. desember 1920 og lést 23. maí 1959 í Eyjum.
Faðir hennar var Andrés bóndi , sjómaður, oddviti, f. 10. ágúst 1893 d. 9. febrúar 1981, Sigfússon bónda í Stóru-Breiðavík við Reyðarfjörð, f. 8. júlí 1852, d. 10. júní 1938, Auðunssonar bónda í Stóru-Breiðavík, f. 1821, d. 2. febrúar 1894, Hanssonar.
Móðir Andrésar og kona Sigfúsar Auðunssonar var Björg húsfreyja og ljósmóðir í Vöðlavíkurumdæmi, S.-Múl., f. 8. nóvember 1856, d. 31. mars 1938, Eyjólfsdóttir bónda á Vöðlum, f. 14. sept. 1820 í Eiðasókn, S.-Múl., d. 13. feb. 1889, Jónssonar, og konu Eyjólfs á Vöðlum Mekkínar Eyjólfsdóttur.
Móðir Ólafar og kona Andrésar var Jóhanna Valgerður húsfreyja, f. 5. mars 1901 í Stóru-Breiðavíkurhjáleigu, d. 15. nóvember 1975, Kristjánsdóttir bónda í Breiðavíkurhjáleigu, f. 4. feb. 1863, d. 21. okt. 1933, Eyjólfssonar bónda á Vöðlum, f. 14. sept. 1820 í Eiðasókn, d. 13. feb. 1889, Jónssonar, og konu Eyjólfs á Vöðlum Mekkínar Eyjólfsdóttur.
Móðir Valgerðar og kona Kristjáns var Sigríður Elísabet húsfreyja, f. 28. júlí 1863 í Litlu-Breiðavík í Reyðarfirði, d. 2. maí 1919, Vigfúsdóttir bónda, f. 10. ágúst 1830, d. 17. febrúar 1870, Eiríkssonar, og konu Vigfúsar, Valgerðar húsfreyju, f. 27. nóvember 1832, d. 15. mars 1925, Þórólfsdóttur.

Systir Ólafar var Sigríður Elísabet Andrésdóttir, f. 10. júlí 1924, d. 20. apríl 2003.

Ólöf var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Hrólfur giftu sig 1942, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu á Landagötu 21.
Ólöf lést 1959 og Hrólfur 1984.

I. Maður Ólafar, (3. október 1942), var Hrólfur Ingólfsson bæjargjaldkeri, bæjarfulltrúi, ritstjóri, sveitarstjóri, skrifstofustjóri, f. 20. desember 1917 á Vakurstöðum í Vopnafirði, d. 31. maí 1984.
Börn þeirra:
1. Andri Valur Hrólfsson, f. 29. mars 1943.
2. Ingólfur Hrólfsson, f. 23. maí 1946.
3. Drengur, f. 23. maí 1946, d. 23. maí 1946.
4. Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir, f. 1. nóvember 1947.
5. Bryndís Pálína Hrólfsdóttir, f. 27. ágúst 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.