Magnea Erna Auðunsdóttir
Magnea Erna Auðunsdóttir frá Sólheimum við Njarðarstíg 15, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 22. desember 1929 og lést 23 júní 2019.
Foreldrar hennar voru Auðunn Oddsson sjómaður, formaður, f. 24. september 1893 á Þykkvabæjarklaustri, d. 29. desember 1969, og kona hans Steinunn Sigríður Gestsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1889 að Ljótarstöðum í Skaftártungu, V.-Skaft., d. 6. október 1965.
Börn Steinunnar Sigríðar og Auðuns:
1. Gestur Auðunsson, f. 23. júní 1915, d. 18. desember 1999.
2. Sigurjón Auðunsson, f. 4. apríl 1917, d. 20. febrúar 2004.
3. Haraldur Ottó, f. 9. janúar 1922, d. 17. janúar 1997.
4. Bárður Auðunsson, f. 2. nóvember 1925, d. 10. desember 1999.
5. Bergþór Kjartan Auðunsson, f. 8. maí 1923, d. 13. október 2009.
6. Magnea Erna Auðunsdóttir, f. 22. desember 1929, d. 23. júní 2019.
Magnea Erna var með foreldrum sínum í æsku, á Sólheimum og í Höfða við Hásteinsveg 21, flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1947-1949, lærði hjúkrunarfræði í Hjúkrunarskóla Íslands 1951-1954, stundaði framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun við Landspítalann 1954-1955.
Magnea Erna vann á Landspítalanum 1955-1956, var yfirhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði í eitt og hálft ár , hjúkrunarfræðingur hjá Heilsuverndarstöð Hafnarfjarðar frá 1963-1999.
Þau Guðmundur giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Reykjavík, á Patreksfirði og í Hafnarfirði.
Magnea Erna lést 2019.
I. Maður Magneu Ernu, (5. maí 1956), er Guðmundur Jónsson frá Haukadal í Dýrafirði, sjómaður, stýrimaður, f. 21. febrúar 1934. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson bóndi, verkamaður, f. 23. júní 1906, d. 5. júlí 1987, og kona hans Elínborg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1914, d. 9. september 2008.
Börn þeirra:
1. Auðunn Gottsveinn Guðmundsson vélfræðingur, f. 24. september 1958. Kona hans Anna Þormar.
2. Elínborg Guðmundsdóttir augnlæknir, f. 11. febrúar 1960. Maður hennar Páll Ólafsson.
3. Elfa Guðmundsdóttir leikskólakennari, f. 22. janúar 1963.
4. Steinunn Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur, f. 6. janúar 1966. Fyrrum maki Gísli Rúnar Rafnsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 2. júlí 2019. Minning
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.