Gunnar J. Bjarnasen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. febrúar 2021 kl. 18:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. febrúar 2021 kl. 18:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gunnar J. Bjarnasen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Jóhannes Jóhannsson Bjarnasen fæddist 10. september 1922 í Laufási og lést 9. nóvember 1987.
Foreldrar hans voru Jóhann Antonsson Bjarnasen kaupmaður, f. 26. júní 1885 í Frydendal, d. 24. september 1953, og kona hans Hansína Gunnarsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 11. mars 1887, d. 2. nóvember 1973.

Börn Hansínu og Jóhanns:
1. Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen, f. 30. ágúst 1918 í Dagsbrún, d. 23. júlí 1994.
2. Jóhanna María Jóhannsdóttir Bjarnasen, f. 19. nóvember 1919 í Laufási, d. 15. júní 1972.
3. Gunnar Jóhannes Jóhannsson Bjarnasen, f. 10. september 1922 í Laufási, d. 9. nóvember 1987.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var einn vetur í Gagnfræðaskólanum, nam um skeið í Verslunarskóla Íslands.
Gunnar var verslunarmaður, rak Hallóbar um skeið með Jakobi Ólafssyni mági sínum eftir að Halldór Ólafsson flutti til Reykjavíkur.
Hann flutti til Reykjavíkur, var þar verslunarstjóri. Hann bjó á Háteigsvegi 8.
Þau Áslaug bjuggu saman, voru barnlaus. Þau bjuggu á Ránargötu 10.

I. Sambúðarkona Gunnars var Áslaug Einarsdóttir frá Ívarsseli í Reykjaavík, verkakona, f. 3. febrúar 1920, d. 16. mars 1982. Foreldrar hennar voru Einar ,,eldri“ Sigurðsson sjómaður, f. 3. september 1877, d. 4. janúar 1964 og kona hans Helga Ívarsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1877, d. 19. júní 1957.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.