Rögnvaldur Bjarnason (lögreglumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. janúar 2021 kl. 15:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. janúar 2021 kl. 15:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Rögnvaldur Bjarnason (lögreglumaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Rögnvaldur Bjarnason.

Rögnvaldur Bjarnason frá Skálavík í Fáskrúðsfirði, matsveinn, lögreglumaður, verksmiðjurekandi fæddist þar 3. janúar 1932 og lést 26. nóvember 2002.
Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson búfræðingur, útvegsbóndi, f. 4. nóvember 1881 á Berunesi í Fáskrúðsfirði, d. 10. ágúst 1937, og kona hans Fanney Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1906 á Meðalfelli í Nesjahreppi, A.-Skaft., d. 28. maí 1985.

Rögnvaldur var með foreldrum sínum til fimm ára aldurs, en þá lést faðir hans. Hann var fóstraður á Kolmúla í Reyðarfirði til tólf ára aldurs, en þá flutti hann til móður sinnar í Skálavík og síðan með henni til Neskaupstaðar 15 ára.
Rögnvaldur fór á vertíð í Eyjum 1949 og stundaði sjómennsku og var matsveinn, m.a. á Leó, Hellisey og Hringveri. Hann vann einnig á matstofu Vinnslustöðvarinnar.
Rögnvaldur varð lögreglumaður í Eyjum 1966, en eftir fimm ár keyptu þau Ingveldur plastverksmiðjuna Plastver og fluttu hana til Eyja og framleiddu leikföng, tístudúkkur, dúkkur, bolta, baujur, belgi og einangrunarplast. Ingveldur útbjó og málaði leikföngin.
Þau fluttu til Reykjavíkur í Gosinu, en Rögnvaldur snéri skjótt til Eyja og vann þar lögreglustörf um skeið.
Þau fluttu síðan plastverksmiðjuna til Lands og komu henni fyrir við Breiðabólstað á Álftanesi. Næsta vor fluttu hjónin með plastverksmiðjuna til Eyja, seldu hana fljótlega. Þau unnu við Íþróttahúsið, hann var sundlaugarvörður, en hún baðvörður.
Þau fluttu í Kópavog 1978 og bjuggu að Reynigrund 41. Rögnvaldur vann m.a. á Keflavíkurflugvelli við matreiðslu og stundaði jafnframt nám í Hótel- og veitingaskólanum. Hann varð að hætta matreiðslustörfum vegna veikinda og varð húsvörður í Árbæjarskólanum.
Þau Ingveldur giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hólatungu við Hólagötu 7 í húsi foreldra Ingveldar, en um 1959 byggðu þau húsið við Hólagötu 32 og bjuggu þar, síðar á Álftanesi og í Kópavogi um skeið, þá í Eyjum, en í Kópavogi frá 1978.
Ingveldur lést 1999 og Rögnvaldur 2002.

I. Kona Rögnvaldar, (1. ágúst 1953), var Ingveldur Stefánsdóttir frá Hólatungu, húsfreyja, leikfangagerðarkona, starfsmaður skóla og íþróttahúss, f. 1. ágúst 1932, d. 24. október 1999.
Börn þeirra:
1. Stefán Rögnvaldsson framleiðslustjóri, f. 7. maí 1953. Kona hans Herdís Jónsdóttir.
2. Bjarni Rögnvaldsson húsasmíðameistari, f. 7. maí 1953, d. 24. desember 1999. Kona hans Helga Guðnadóttir, látin.
3. Birgir Rögnvaldsson sjómaður, stýrimaður, þjónustufulltrúi, f. 24. febrúar 1959, d. 15. desember 2015. Sambúðarkona hans Guðrún Sigurbjörg Bergþórsdóttir.
4. Rósa Rögnvaldsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1963. Barnsfaðir hennar Aron Elfar Árnason. Maður hennar Magnús Þ. Gíslason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.