Þorsteinn Ólafsson (Fagradal)
Þorsteinn Ólafsson frá Gerðurm í V.-Landeyjum, sjómaður, trésmiður fæddist 28. apríl 1875 í Fíflholtshjáleigu í V.-Landeyjum og lést 20. mars 1956.
Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson bóndi, f. 1815, d. 7. júlí 1898, og barnsmóðir hans Guðrún Árnadóttir vinnukona, f. 2. maí 1838, d. 28. nóvember 1915.
Þorsteinn var hjá föður sínum í Gerðum 1875, fimmtán ára með föður sínum í Gerðum 1890, vinnumaður í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum 1900.
Þorsteinn flutti til Eyja 1901, var hjú á Uppsölum eystri 1901, lausamaður á Múla 1907, háseti í Fagradal 1910, trésmiður þar 1930, húsasmiður 1949, og bjó þar síðast.
Kona Þorsteins, (26. nóvember 1910), var Kristín Jónsdóttir frá Kárhólmum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 18. ágúst 1870, d. 24. mars 1961.
Barn þeirra:
1. Kristín Jónína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1908, d. 7. febrúar 1999.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.