Ingibjörg Bjarnadóttir (Varmahlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2020 kl. 16:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2020 kl. 16:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingibjörg Bjarnadóttir (Varmahlíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Bjarnadóttir frá Hlaðbæ, húsfreyja í Varmahlíð u. Eyjafjöllum fæddist 17. mars 1895 í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum og lést 25. maí 1980.
Foreldrar hans voru Bjarni Einarsson frá Ysta-Skála, sjómaður, bóndi, útgerðarmaður í Hlaðbæ, f. 3. september 1869, d. 16. desember 1944, og kona hans Halldóra Jónsdóttir frá Ysta-Skála, húsfreyja, f. þar 28. febrúar 1875, d. 2. júní 1942.

Börn Halldóru og Bjarna:
1. Björn Bjarnason vélstjóri í Bólstaðarhlíð, f. 3. mars 1893, d. 25. september 1947.
2. Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, f. 17. mars 1895, d. 25. maí 1980.
3. Sigurður Gísli Bjarnason skipstjóri og útgerðarmaður í Svanhól, f. 14. nóvember 1905, d. 5. október 1970.
4. Kristín Hólmfríður Bjarnadóttir, f. 21. janúar 1910, d. 24. júlí 1913.
5. Jón Bjarnason, f. 18. nóvember 1912, d. 2. ágúst 1913.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1901 og var þá með þeim í Garðsfjósi, síðar í Hlaðbæ.
Hún dvaldi um skeið hjá ömmusystur sinni Hólmfríði Rósenkrans og manni hennar Ólafi Rósenkrans í Reykjavík, en vann síðan verslunarstörf í Eyjum um skeið. Hún flutti úr Eyjum að Varmahlíð 1917, giftist Einari. Þau eignuðust sex börn og fóstruðu eitt barn. Þau hófu búskap í Varmahlíð 1918 og tóku við búi þar 1921.
Ingibjörg lést 1980 og Einar 1981.

I. Maður Ingibjargar var Einar Sigurðsson bóndi, organisti, f. 4. apríl 1894 í Varmahlíð, d. 19. júlí 1981. Foreldrar hans voru Sigurður Tómasson bóndi, f. 9. janúar 1856 í Varmahlíð, d. 21. júlí 1936, og kona hans Þóra Torfadóttir frá Torfahúsi í Reykjavík, húsfeyja, f. 13. júlí 1854, d. 14. janúar 1939.
Börn þeirra:
1. Þóra Dóra Einarsdóttir starfsmaður Pósts og síma, f. 3. desember 1918, d. 25. janúar 2013. Barnsfaðir hennar Jón Magnússon.
2. Bjarni Einarsson verslunarmaður, bifreiðastjóri á BSR, f. 3. mars 1923, d. 28. júní 1990. Kona hans María Sigurjónsdóttir.
3. Hólmfríður Einarsdóttir ljósmóðir á Blönduósi, síðar í Hveragerði, f. 19. maí 1925, d. 6. mars 2002, ógift.
4. Sigríður Bjarney Einarsdóttir kennari í Reykjavík, f. 7. júní 1927. Barnsfaðir Jón Bragi Eysteinsson. Maður hennar Ásmundur Guðmundsson.
5. Einar Ingi Einarsson bóndi í Varmahlíð, f. 15. desember 1931, d. 27. júní 1996.
6. Guðný Svana Einarsdóttir íþróttakennari, sjúkraþjálfari í Hveragerði, f. 31. október 1934. Maður hennar Ingólfur Jónsson.
Fósturbarn þeirra:
7. Guðmundur Óskar Sigurðsson, f. 28. apríl 1919, d. 20. júlí 1996. Kona hans Ólöf Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.