Ásta Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. nóvember 2020 kl. 12:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. nóvember 2020 kl. 12:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásta Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir.

Ásta Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, starfsmaður Hraunbúða fæddist 5. janúar 1940 í Reykjavík og lést 22. júlí 2016 á Landspítalanum í Fossvogi.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Jóhann Guðjónsson, f. 14. júlí 1914, d. 27. júní 1964, og kona hans Unnur Dagmar Katrín Rafnsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1914, d. 27. desember 1993.
Fósturfaðir Ástu og síðari maður Unnar Dagmarar Katrínar var Einar Oddberg Sigurðsson sjómaður, f. 3. október 1916, d. 23. október 1997.

Móðursystkini Unnar Dagmarar Katrínar í Eyjum voru:
1. Jón Rafnsson verkalýðsbaráttumaður, f. 6. mars 1899, d. 28. febrúar 1980.
2. Helga Rafnsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1900, d. 3. maí 1997.

Ásta eignaðist barn með Kristjáni Berg Vilmundarsyni 1959.
Hún flutti til Eyja, vann við fiskiðnað. Þau Hafsteinn Már eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Höfða við Hásteinsveg 21, síðar í Bergholti við Vestmannabraut og á Höfðavegi 35, en síðast á Foldahrauni 40a.
Hafsteinn Már lést 2007 og Ásta Aðalheiður 2016.

I. Maður Ástu Aðalheiðar var Hafsteinn Már Sigurðsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. maí 1940 í Reykjavík, d. 30. mars 2007 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Sigurður Þór Hafsteinsson stýrimaður, skipstjóri, f. 30. október 1963. Fyrrum kona hans Anna Friðrikka Guðjónsdóttir frá Siglufirði. Kona hans Auður Karlsdóttir af Seltjarnarnesi.
2. Sædís Hafsteinsdóttir bjó í Reykjavík, en nú í Eyjum, f. 11. september 1965. Barnsfaðir hennar Ólafur Jón Daníelsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar Vilberg Kristinn Kjartansson.
3. Einar Oddberg Hafsteinsson bakarameistari í Reykjavík, lagerstjóri hjá Myllunni, f. 4. október 1967. Kona hans Rut Hlíðdal Júlíusdóttir.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Sædísar er
4. Hafdís Ósk Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1983. Sambúðarmaður hennar Birgir Þór Sigurjónsson. Þau reka Vigtina, sem er bakarí og kaffisala í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.