Sigurður Hreinsson (Seljalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. nóvember 2020 kl. 11:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. nóvember 2020 kl. 11:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Hreinsson (Seljalandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Hafsteinn Hreinsson sjómaður fæddist 26. júlí 1913 á Hafsteini á Stokkseyri og lést 24. febrúar 1975.
Foreldrar hans voru Hreinn Kristjánsson bóndi í Vestri-Rauðarhól og Símonarhúsi á Stokkseyri, f. 4. nóvember 1879, d. 20. febrúar 1950 og kona hans Kristín Jakobsdóttir frá Móeiðarhvoli í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 16. mars 1877, d. 2. ágúst 1958.

Sigurður var með foreldrum sínum i æsku.
Hann flutti til Reykjavíkur, var verkamaður þar, en var farmaður um skeið.
Þau Þórey fluttu til Eyja, bjuggu á Seljalandi við Hásteinsveg 10 1949.
Þau eignuðust kjörbarn.
Þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar um skeið. Þórey lést þar 1968 og Sigurður flutti til Eyja, bjó hjá Hafsteini syni sínum í Höfða við Gos 1973.
Hann bjó í Hveragerði um hríð í Gosinu, en flutti aftur að Höfða.
Hann lést 1975.

I. Sambúðarkona Sigurðar Hafsteins var Þórey Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. desember 1909, d. 16. maí 1968.
Barn þeirra (kjörbarn):
1. Hafsteinn Már Sigurðsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. maí 1940 í Reykjavík, d. 30. mars 2007. Kynmóðir Hafsteins var Pálína Þorkelsdóttir, f. 21. júlí 1922, d. 30. mars 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.