Ólafur Önundarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. október 2020 kl. 15:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. október 2020 kl. 15:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Önundarson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Önundarson fæddist 21. september 1915 og lést 27. júlí 1990. Kona hans var Bergþóra Magnúsdóttir, Bergholti.

Ólafur var formaður á Hauk VE 234 og síðar gerðist hann parketlagningarmaður og bjó í Kópavogi.

Loftur Guðmundsson orti eitt sinn formannsvísu um Ólaf:

Ungur á Hauk við ægisdyr
Ólafur á miðin sækir
í vestfirskt kappa og víkingskyn
veiðigæfu sækir.

Frekari umfjöllun

Ólafur Önundarson sjómaður, skipstjóri, síðar parketlagningamaður í Reykjavík fæddist 21. september 1915 á Nesi í Norðfirði og lést 27. júlí 1990.
Foreldrar hans voru Önundur Kristján Jósefsson sjómaður í Reykjavík, síðast í Kópavogi, f. 30. október 1888 í Innri-Lambadal í Dýrafirði, d. 30. ágúst 1979, og kona hans Anna Marta Lárusdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1890 í Arney á Breiðafirði, d. 10. desember 1963.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var með þeim á Nesi, síðan á Bríarenda í Reykjavík.
Hann flutti til Eyja var skipstjóri á Hauki VE 234.
Þau Bergþóra giftur sig 1941, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Lyngbergi 1945.
Þau fluttu skömmu síðar til Lands, bjuggu í sambýli við foreldra Ólafs að Kársnesbraut 75 og bjuggu þar meðan bæði lifðu.
Ólafur lést 1990 og Bergþóra 1997.

I. Kona Ólafs, (25. október 1941), var Bergþóra Magnúsdóttir frá Bergholti, húsfreyja, f. 10. maí 1910, d. 5. desember 1997.
Barn þeirra:
1. Sigurður Ólafsson parketmaður, stofnandi Parka ehf. í Reykjavík, rekur nú gistiheimilið Giljaland í Skaftártungu, V-Skaft. ásamt konu sinni, f. 2. júní 1945 á Lyngbergi. Kona hans Þuríður Ágústa Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. desember 1997. Minning Bergþóru.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.