Kristín Pétursdóttir (Túnsbergi)
Kristín Pétursdóttir frá Syðri-Hraundal í Mýrasýslu, húsfreyja á Túnsbergi, fæddist 31. maí 1921 og lést 21. mars 2009 á hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Pétur Þorbergsson frá Syðri-Hraundal, bóndi þar, f. 29. september 1892 á Urriðaá í Álftaneshreppi, Mýras., d. 12. október 1973, og kona hans Vigdís Eyjólfsdóttir frá Kirkjubóli í Hvítársíðu, Mýras., húsfreyja, ljósmóðir, f. þar 8. mars 1889, d. 13. júní 1978.
Kristín var húsfreyja og bóndi á Leirum, en vann við afgreiðslu og fiskiðnað í Eyjum.
Þau Kjartan giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn, bjuggu að Leirum u. A.-Eyjafjöllum, en fluttu til Eyja 1957. Þau bjuggu á Túnsbergi.
Við Gos 1973 fluttu þau í Þorlákshöfn, en í Hraunbæinn í Reykjavík fluttu þau 1986.
Eftir lát Kjartans 1990 flutti Kristín í þjónustuíbúðir aldraðra að Hraunbæ 103, en dvaldi að síðustu á Grund.
Kjartan Þórarinn lést 1990 og Kristín 2009.
I. Maður Kristínar, (7. október 1949), var Kjartan Þórarinn Ólafsson frá Leirum u. A.-Eyjafjöllum, bóndi, fiskimatsmaður, f. þar 2. apríl 1913, d. 25. apríl 1990.
Börn Kristínar og Kjartans:
1. Vigdís Kjartansdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 4. september 1946.
2. Pétur Sævar Kjartansson símsmiður, f. 17. apríl 1949.
3. Ólafur Marel Kjartansson verkfræðingur, f. 29. mars 1957.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Morgunblaðið 3. apríl 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.