Nöjsomhed
Húsið Nöjsomhed stóð við Víðisveg 7. Samkvæmt manntalinu 1892 var þetta timburhús sem Bolbroe læknir byggði árið 1833. Þar bjó Aagaard sýslumaður 1875. Þetta var pakkhús frá Brydeversluninni og stóð það austan við Jómsborg. Þetta var einnig fyrsta húsnæðið til að hýsa fyrsta Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Seinna reis á lóðinni húsið Stafholt.