Valgerður Eiríksdóttir (Skálholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2022 kl. 10:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2022 kl. 10:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Eiríksdóttir húsfreyja á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, síðast á Elliheimilinu, fæddist 30. september 1870 í Skurðbæ í Meðallandi og lést 7. júní 1963 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Sigurðsson vinnumaður í Eskey í A-Skaft. og Halldóra Árnadóttir, f. 7. apríl 1833, d. 20. ágúst 1923.

Valgerður var niðursetningur á ýmsum bæjum í V-Skaft. til ársins 1884, síðan vinnukona á ýmsum bæjum þar til ársins 1916.
Hún fór að Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði 1916, var húsfreyja í Búðakauptúni 1920 og enn 1950. Hún fluttist til Eyja og bjó að Hvítingavegi 6, Ljósheimum. Síðustu ár sín var hún vistmaður á Elliheimilinu.

I. Maður Valgerðar, (21. desember 1916), var Jón Samúel Stefánsson tómthúsmaður á Gili í Fáskrúðsfirði, f. 10. júní 1888, d. 20. desember 1950. Foreldrar hans voru Stefán Samúelsson fiskmóttökumaður, bóndi á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, f. 15. desember 1841, d. 22. ágúst 1904, og kona hans Þóra Oddsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1853 á Vattarnesi, d. 14. ágúst 1935 á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði.
Fósturbarn þeirra var:
1. Sigurður Þórðarson útgerðarmaður og fiskverkandi, f. 10. mars 1918, d. 9. september 1991.

II. Barnsfaðir Valgerðar var Guðbrandur Þorsteinsson, síðar bóndi á Loftsölum í Mýrdal, f. 12. desember 1869, d. 25. júlí 1951.
Barn þeirra var
2. Solveig Guðbrandsdóttir, f. 28. júní 1895, d. 8. júlí 1895.


Heimildir