Guðbjörg Bessadóttir (Litlu-Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. maí 2020 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. maí 2020 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Bessadóttir húsfreyja í Norðfirði og Litlu-Löndum fæddist 27. nóvember 1871 í Geitdal í Skriðdal, S-Múl. og lést 26. desember 1939.
Faðir hennar var Bessi vinnumaður víða, m.a. í Mjóafirði eystra, f. 1829, d. 15. júlí 1889, Jónsson húsmanns á Krossstekk í Mjóafirði 1835, f. 1776 á Geldingi í Breiðdal, d. 7. júní 1838, Bessasonar.
Móðir Guðbjargar var Sigríður vinnukona víða á Austurlandi, á Héraði og niðri á Fjörðum þar, f. 20. apríl 1836, d. 19. desember 1892, Runólfsdóttir bónda á Holtum á Mýrum, A-Skaft. 1840, f. 1797 á Hafnarnesi í Bjarnanessókn í A-Skaft., Jónssonar húsmanns á Hafnarnesi 1816, f. 1755, d. 28. janúar 1831, Högnasonar, og síðari konu Jóns Högnasonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1764 í Holtaseli á Mýrum, A-Skaft., Runólfsdóttur.
Móðir Sigríðar og kona Runólfs var Dýrleif húsfreyja í Holtum á Mýrum í A-Skaft. 1840, f. 1795, Jónsdóttir bónda á Breiðabólsstað í Suðursveit, f. um 1773, d. fyrir mt. 1801, Steinssonar, og konu Jóns Steinssonar, Gunnvarar húsfreyju, f. 1774, d. 14. janúar 1834, Ásgrímsdóttur.

Guðbjörg var á Brekku í Mjóafirði eystra 1880, á Krossi þar 1891. Hún var bústýra Sveins Bjarnasonar í Viðfirði 1900, aðkomandi á Miðhúsum á Héraði 1901, fluttist til Eyja 1923.
Hún eignaðist Sigurberg 1898 með Benedikt Davíðssyni vinnumanni á Bakka í Skeggjastaðasókn við Bakkaflóa 1901, f. 23. september 1861, d. 15. nóvember 1901.
Hún eignaðist Sigurð Svein með Sveini bónda í Viðfirði 1900. Við manntal 1910 var Guðbjörg ógift húsfreyja í Steinholti í Norðfirði. Maka er ekki getið, en barnsfaðir að tveim börnum hennar var Jón Jónsson á Efri-Hóli og Jensenshúsi á Eskifirði, beykir þar, f. 18. september 1860, d. 28. febrúar 1941.
Börn hennar þá:
1. Sigurður Sveinn Sveinsson verkamaður í Neskaupstað, f. 16. september 1900, d. 29. apríl 1941.
2. Maríus Jónsson vélstjóri, f. 25. nóvember 1908, d. 20. október 1994.
3. Sigmar Axel Jónsson vélstjóri, verkamaður á Litlu-Löndum í Eyjum, f. 14. maí 1906, d. 24. júlí 1985.
3. Sigurbergur Benediktsson verkamaður í Eyjum, f. 7. apríl 1898, d. 28. janúar 1965.
Guðbjörg fluttist til Eyja 1923 með Rafni Júlíusi Símonarsyni frá Norðfirði, f. 1. júlí 1866, d. 9. júlí 1933 og bjuggu þau á Landagötu 15 B, (Löndum eystri/Litlu-Löndum) 1930 og hjá þeim var Guðbjörg Sveinsdóttir, sonardóttir Guðbjargar, f. 11. nóvember 1928 á Norðfirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.