Ólafur Ragnar Eggertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. október 2019 kl. 20:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. október 2019 kl. 20:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Ragnar Eggertsson.

Ólafur Ragnar Eggertsson frá Oddeyri, Flötum 14 rekstrarfræðingur, framkvæmdastjóri fæddist þar 1. október 1945 og lést 18. janúar 2002.
Foreldrar hans voru Helga Ólafsdóttir frá Oddeyri á Flötum, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 13. janúar 1925, d. 11. apríl 1997, og Eggert Ólafsson skipasmíðameistari, f. 7. mars 1924, d. 12. apríl 1980.

Börn Helgu og Eggerts:
1. Ólafur Ragnar Eggertsson rekstrartæknifræðingur, framkvæmdastjóri, f. 1. október 1945 á Oddeyri, d. 18. janúar 2002.
2. Kristján Gunnar Eggertsson rafvirkjameistari, framkvæmdastjóri, f. 20. ágúst 1947 á Oddeyri.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum og kennaraprófi í Kennaraskóla Íslands 1966. Hann fór til framhaldsnáms til Noregs, nam stærðfræði við Héraðsháskólann í Kristiansand og útskrifaðist síðan sem rekstrartæknifræðingur frá Østfold Tekniske Høyskole í Sarpsborg í Noregi árið 1976.
Framan af starfsævi stundaði Ólafur kennslu. Hann var kennari við Álftamýrarskóla í Reykjavík, grunnskólann í Sandgerði en lengst við Iðnskólann í Reykjavík.
Hann var deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar hjá Skeljungi 1978-1986, markaðs- og sölustjóri hjá Sindra-Stáli 1987-1991. Þá var hann framkvæmdastjóri Blikksmiðjunnar, tæknideildar O.J.& Kaaber 1992-3.
Árin 1994-1997 starfaði hann sem tæknilegur framkvæmdastjóri innan Bygghåndverksfagenes Landforening (BHLF) í Noregi.
Hann var verkefnisstjóri hjá Samtökum iðnaðarins á árunum 1997-1999 og framkvæmdastjóri KK Blikksmiðju 1999-2000. Frá desember 2000 til dauðadags starfaði Ólafur við VGK, verkfræðistofu og sem framkvæmdastjóri X-Orku frá stofnun.
Ólafur var alla tíð virkur í félagsmálum og gegndi fjölda stjórnar- og trúnaðarstarfa á þeim vettvangi bæði hérlendis og í Noregi. Hann vann m.a. að málefnum heyrnarlausra, fræðslu- og félagsmálum í iðnaði og var um árabil formaður Íslendingafélagsins í Ósló. Ólafur var virkur félagi í Lionshreyfingunni í fjölda ára.
Þau Málfríður Dóra giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, í Álfheimum, Bakaseli og Birkihlíð.
Ólafur Ragnar lést 2002.

I. Kona Ólafs Ragnars, (13. nóvember 1965), er Málfríður Dóra Gunnarsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, sérkennari, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, f. 25. mars 1944. Foreldrar hennar voru Gunnar Jóhannsson sölustjóri, f. 17. ágúst 1913, d. 1. apríl 2006 og Lára Áslaug Theodórsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1918, d. 24. júní 2003.
Börn þeirra:
1. Eggert Helgi Ólafsson sjávarútvegsfræðingur, býr í Bandaríkjunum, f. 28. september 1966. Kona hans Ása Kristín Ragnarsdóttir.
2. Gunnar Már Ólafsson tækniteiknari, kennari við heyrnleysingjaskóla í Noregi, f. 21. júlí 1978, ókvæntur.
3. Hanna Lára Ólafsdóttir hárgreiðslukona í Hafnarfirði, f. 9. desember 1985. Maður hennar Sindri Mar Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.