Guðmundur Jónsson (Reyni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. febrúar 2022 kl. 11:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. febrúar 2022 kl. 11:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Jónsson frá Reyni í Mýrdal, vinnumaður, verkamaður, sjómaður fæddist þar 13. ágúst 1867 og lést 15. september 1948 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Símonarson yngri, bóndi í Reynishólum í Mýrdal, f. 1843 í Jórvík í Álftaveri, d. 9. nóvember 1925 í Fagradal í Mýrdal, og kona hans Sigrún Sigmundsdóttir frá Reyni, húsfreyja, f. þar 7. júlí 1842, d. 12. mars 1931 í Fagradal.

Guðmundur var með foreldrum sínum á Reyni til 1869, í Reynishólum 1869-1881. Hann var léttadrengur í Þórisholti í Mýral 1881/2 til 1883, í Kerlingardal þar 1883-1885/6, þá í Görðum þar til 1888.
Guðmundur var vinnumaður í Kerlingardal 1888-1891, í Heiðarseli á Síðu 1891-1896.
Þau Guðríður giftu sig 1893, eignuðust þrjú börn.
Þau fluttust til Garðbæjar á Eyrarbakka 1896, og þar var Guðmundur sjómaður 1896-1904.
Guðríður lést 1904 á Stóru-Heiði í Mýrdal.
Guðmundur var vinnumaður í Kerlingardal 1904-1906.
Hann var sjómaður, ekkill í Reykjavík 1910, húsbóndi í Gerðum í Garði, Gull. 1920 með bústýrunni Steinunni Jónsdóttur Schram, f. 1878.
Guðmundur flutti frá Gerðum til Eyja 1922, bjó á Hvanneyri 1927 með ráðskonunni Rósu Jónínu Hjartardóttur, sama á Hofi 1930, með Rósu Jónínu konu sinni á Vesturvegi 19, Lambhaga 1940.
Hann fluttist 1941 til Sigrúnar dóttur sinnar í Fagradal í Mýrdal og var þar til 1945, er hann fluttist aftur til Eyja.
Guðmundur bjó með Rósu ,,húsfrú“ á Kirkjuvegi 14B, Garðhúsum 1945, á Heimagötu 3, Borg við andlát 1948 samkv. prestþjónustubók, á Sæbergi samkv. Garður.is.

Guðmundur átti barnsmóður og þrjár konur.
I. Fyrsta kona Guðmundar, (12. júní 1893), var Guðríður Ásgrímsdóttir frá Bakkakoti í Meðallandi, V-Skaft., húsfreyja, f. þar 29. nóvember 1853, d. 6. september 1904 á Stóru-Heiði. Foreldrar hennar voru Ásgrímur Pálsson bóndi, síðast í Heiðarseli á Síðu, f. 12. september 1822 á Geirlandi á Síðu, d. 26. júní 1892 í Heiðarseli, og kona hans Vilborg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1822 í Þykkvabæ í Landbroti, V-Skaft., d. 18. júlí 1891 í Heiðarseli.
Börn þeirra:
1. Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Fagradal, f. 29. október 1894 í Heiðarseli, d. 26. febrúar 1997. Maður hennar var Ólafur Jakobsson bóndi.
Dætur þeirra í Eyjum:
a) Guðríður Ólafsdótttir húsfreyja á Karlsbergi, Heimagötu 20.
b) Guðfinna Kjartanía Ólafsdóttir húsfreyja á Vallargötu 6.
2. Vilhjálmur Guðmundsson verkamaður, útgerðarmaður, f. 24. janúar 1896 í Heiðarseli á Síðu, d. 27. september 1961.
3. Runólfur Jón Guðmundsson vinnumaður víða í V-Skaft., f. 21. nóvember 1898 í Garðbæ á Eyrarbakka, d. 11. nóvember 1930 í Fagradal.

II. Barnsmóðir Guðmundar var Ingveldur Rut Ásbjörnsdóttir verkakona, húsfreyja í Reykjavík, f. 12. desember 1872 í Ási við Hafnarfjörð, d. 14. janúar 1964.
Barn þeirra:
4. Elías Kristinn Guðmundsson ölgerðarmaður, verkamaður í Reykjavík, f. 5. mars 1909, d. 21. mars 1935.

III. Bústýra Guðmundar var Steinunn Jensína Jónína Jónsdóttir (Steinunn Jónsdóttir Skram á mt 1920), f. 1. apríl 1878 á Stórahólma í Gerðahreppi. Faðir hennar var Jón Oddsson bóndi á Stórhólma í Miðneshreppi, f. 1840 í Reykjavík, d. 4. ágúst 1879. Móðir hennar var Steinunn Kristín Jensdóttir Schram frá Syðri-Flankastöðum í Hvalnessókn, ekkja, húskona á Nesjum í Hvalnessókn, Gull. 1880, f. 19. júní 1837 í Reykjavík, d. 14. apríl 1922.
Börn þeirra:
5. Guðríður Egilína Snjáfríður Guðmundsdóttir verkakona, f. 15. janúar 1914 á Gerðabakka í Garði, Gull., tökubarn í Akurhúsi, Gerðahreppi 1920, bjó síðast í Skuld í Gerðahreppi, d. 1. apríl 2004. Barnsfaðir hennar var Konráð Davíð Jóhannesson bílasmiður, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 12. nóvember 1922, síðast að Blikahólum 4 í Reykjavík, d. 21. nóvember 1985.
6. Guðmundur Guðmundsson, barn í umsjá Guðmundar Jónssonar föður síns og Steinunnar Schram móður sinnar í Gerðum, Gerðahreppi 1920, síðast í Keflavík, f. 15. september 1915, d. 25. ágúst 1997.
7. Sigurður Sívertsen Guðmundsson, síðast til heimilis að Brúnavegi 16, f. 29. mars 1921, d. 6. júní 2019, jarðsettur í Hafnarfirði.

IV. Sambýliskona kona Guðmundar var Rósa Jónína Hjartardóttir frá Þorlaugargerði húsfrú, f. 3. júlí 1883, d. 26. maí 1959.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Afkomendur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.