Sigurþór Hersir Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. október 2019 kl. 17:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. október 2019 kl. 17:47 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, matreiðslumaður, bryti fæddist 28. júlí 1914 í Reykjavík og lést 5. júní 1988.
Foreldrar hans voru Guðmundur Júlíus Hersir Brynjólfsson bakarameistari, f. 19. júlí 1894, d. 6. júlí 1971, og barnsmóðir hans Margrét Sigurþórsdóttir, síðar húsfreyja á Garðstöðum, f. 2. febrúar 1892, d. 16. júlí 1962.

Börn Guðrúnar og Jóns og fóstursystkini Sigurþórs:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
5. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
Börn Margrétar:
6. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
7. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
8. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, vélstjóri, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.

Sigurþór var tökubarn á Moshvoli í Hvolhreppi 1920, fluttist úr Rangárvallasýslu til móður sinnar á Garðstöðum 1928.
Hann var þar verkamaður og sjómaður.
Sigurþór fluttist til Reykjavíkur, var matsveinn og síðan bryti á strandferðaskipum.
Guðlaug var þerna í strandferðum og þau giftu sig 1951, eignuðust eitt barn og bjuggu í Reykjavík.
Sigurþór lést 1988 og Guðlaug 2008.

I. Kona Sigurþórs, (1951), var Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, skipsþerna, f. 18. apríl 1920 í Fagurhlíð í Landbroti, V-Skaft., d. 23. apríl 2008. Foreldrar hennar voru Páll Guðbrandsson bóndi í Fagurhlíð og Hæðargarði í Landbroti, síðast í Ósgerði í Ölfusi, f. 11. apríl 1887 á Hraunbóli á Brunasandi, V-Skaft., d. 4. október 1964 í Reykjavík, og kona hans Gyðríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1894 á Kársstöðum í Landbroti, d. 27. september 1962 í Ósgerði í Ölfusi.
Barn þeirra:
1. Gylfi Páll Hersir jarðeðlisfræðingur, kennari, f. 7. nóvember 1951.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. maí 2008. Minning Guðlaugar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.